Ouch

Katla var að lesa Millý, Mollý, Mandý áðan…..

 „Mamma, þetta er eldgömul bók!“

 „Já, ég veit það, ég las hana þegar ég var lítil“

„Vá, er hún SVONA gömul?!!!!

Auglýsingar

Féll á nördaprófinu….


NerdTests.com says I'm a Cool Non-Nerd.  What are you?  Click here!

Aðfangadagur runninn upp

tred.jpghekla.jpgkatla.jpgsystur.jpg

Styttist í stóru stundina:)  Við skreyttum jólatréð í gærkvöldi, það er hefð hjá okkur að skreyta ekki tréð fyrr en á þorláksmessukvöld.  Stelpurnar fóru svo í jólabaðið og jólanáttfötin, voru merkilega fljótar að sofna.  Við Sæbi vorum að stússast fram yfir miðnætti, taka til, skreyta aðeins meira og Sæbi bjó til grjónagrautinn sem breytist svo í jólagrautinn okkar í kvöld.  Hlustuðum á jólakveðjurnar á meðan á þessu stóð…sönn jólastemning eins og ég vil hafa hana:)  Gleðileg jól enn og aftur:)

Mig langar í……

Þennan disk………var að enda við að horfa á þátt nr. 7 af Private Practice…í lokin á þættinum hljómar þetta lag með Terra Naomi…ég hafði reyndar ekki hugmynd um hver flutti lagið en fletti því upp og fann myndbandið á Youtube. Geggjað lag! Og þátturinn var góður líka:)

Góð auglýsing

Þó svo að aðaltilgangurinn með þessari auglýsingu sé eflaust að selja meira af Dove vörum þá finnast mér skilaboðin góð.  Þoli ekki þessi endalausu skilaboð sem dynja á okkur konum um að við eigum að vera svona og hinsegin.  Við erum allar frábærar eins og við erum!

Laumufarþegi

Ég fór inn í herbergi til Kötlu áðan og við mér blasti könguló í stærri kantinum á veggnum hjá henni.  Ég safnaði kjarki og drap kvikindið, en miðað við það að þetta er önnur köngulóin sem ég finn hér inni á þeim 4 árum sem við höfum búið hér þá myndi ég segja að það væru sterkar líkur á því að við höfum tekið með okkur laumufarþega frá Þýskalandi! Vona bara að hún hafi ekki ætlað sér að flytjast hingað með alla fjölskylduna…*hrollur*.

Komin heim…..

……frá Þýskalandi…skrifaði færsluna hér fyrir neðan áður en við fórum út en hún skilaði sér einhverra hluta vegna ekki.  En ferðin var yndisleg….nutum okkar algjörlega í botn í þessar tvær vikur sem voru alltof fljótar að líða…skelli inn myndum og ferðasögu fljótlega:)

Komin heim frá Springfield

dsc00100.jpeg

Já, við Inga Rut skelltum okkur í tvöfalt þrítugsafmæli hjá Stínu og Hafrúnu á Hólmavík..sem reyndar breyttist í Springfield þetta kvöld.  Þema kvöldsins var semsagt Leiðarljós og dressin eftir því.  Ferðalagið byrjaði á því að ég tók rútuna í Borgarnes á laugardagsmorguninn.  Inga Sigga tók á móti mér í Hyrnunni og ég kíkti í heimsókn til hennar í nýju íbúðina, sem er alveg meiriháttar fín, enn og aftur til hamingju Inga mín:) Inga Rut kom svo fljótlega og við stoppuðum smástund áður en við lögðum í hann norður..tókum á okkur smá krók og stoppuðum á Laugarbakka hjá foreldrum hennar.  Við vorum svo komnar til Hólmavíkur um hálffimmleytið og fórum þá að hjálpa Stínu að stússast aðeins fyrir veisluna.  Kvöldið var svo bara mjög skemmtilegt í alla staði…..en daginn eftir hefði verið gott að hafa farið aðeins varlegar í bolluna….en við þurftum að leggja af stað um hádegið til þess að ég næði rútunni frá Borgarnesi sem fór rétt fyrir þrjú.  Ekki alveg skemmtilegasta ferðalag sem ég hef upplifað…say no more.  En ég var komin í bæinn um fjögur og rölti þá frá bsí niður í miðbæ, beint í 17. júni fjörið.  Hitti Sæba og stelpurnar þar…þau voru þá þegar búin að eyða 2 tímum í bænum þannig að við rétt tókum smá hring…enda var ég með ferðatösku á öxlinni og skærbleikt naglalakk sem ég tók með mér frá Springfield:)  Það var svo mjög ljúft að komast heim og eyða kvöldinu í rólegheitum. 

Ég var búin að skrifa langt blogg í morgun, en …


Ég var búin að skrifa langt blogg í morgun, en þegar ég ætlaði svo að vista það þá datt allt út…óþolandi þegar þetta gerist. Nenni ekki að skrifa þetta aftur núna, en setti inn myndir af leðurblökunorninni og eyrnaslapa í staðinn:) Er heima í dag í fríi, vetrarfrí hjá Kötlu í skólanum og svo er Hekla búin að vera lasin, er með einhvern vírus, er búin að vera með hita, kvef og niðurgang síðan á þriðjudagskvöld, er líka með bólgna eitla í náranum. Fór með hana til læknis útaf því á þriðjudaginn og í framhaldi af því í blóðprufu á miðvikudagsmorguninn. Við fengum svo fyrstu niðurstöður úr blóðprufunni seinni partinn á miðvikudaginn, það kom sem betur fer allt vel út, þannig að líklega er þetta einhver vírus sem er að herja á dömuna. Eigum að mæta með hana aftur hjá lækninum í næstu viku. Annars bara allt gott að frétta, sólin skín og Katla búin að vera úti að hjóla í allan morgun, og ég hengdi út þvott áðan…vona að þetta góða veður haldist eitthvað:)

Bloggleysið að undanförnu orsakast eingöngu af ves…

Bloggleysið að undanförnu orsakast eingöngu af veseni og leiðindum hjá blogger…..það er ekki leti af minni hálfu að kenna…*hóst*….en blogger hefur reyndar verið alveg hundleiðinlegur við mig síðan ég skipti yfir í nýju útgáfuna..annðhvort sjást ekki íslensku stafirnir eða þá að kommentakerfið dettur út. Ætla að gefa þessu séns aðeins lengur en annars neyðist ég til að færa mig eitthvað annað. Annars er það helst að frétta að Hekla er byrjuð hjá nýju dagmömmunni…fyrsti heili dagurinn hennar í dag. Hún byrjaði í aðlögun á mánudaginn og þetta hefur allt gengið ótrúlega vel. Við kíktum bara í smá heimsókn saman á mánudaginn…svo á þriðjudaginn var ætlunin að ég yrði með henni aðeins til að byrja með en þegar við komum inn þá fór mín bara strax að skoða dótið og tala við krakkana þannig að ég kvaddi hana bara…hún setti upp smá skeifu svona rétt til að sýnast þegar ég fór en svo gekk bara mjög vel og ég skildi hana eftir í rúman klukkutíma. Í gær var hún svo hjá henni til kl 15…ég sótti hana fljótlega eftir að hún vaknaði eftir lúrinn og ég fór með hana til Helgu til að kveðja og hún fékk að vera hjá henni á meðan ég skaust aftur í vinnuna til að klára daginn. Þannig að niðurstaðan er sú að hún er alveg ótrúlega dugleg þessi litla skotta…(enda vissi ég það svosem fyrir) og þær báðar systurnar að sjálfsögðu:) Ég fór í maður lifandi um daginn og keypti mér kókosolíu sem á að vera allra meina bót, borða samviskusamlega 2 teskeiðar á dag og sit svo bara og halla mér aftur og bíð eftir the coconut oil miracle, á ekki von á öðru en að ég verði orðin hrikalega fitt og flott í sumar:)

« Older entries