Bókin til að fjárfesta í í kreppunni

Ef þetta er ekki bókin til að fjárfesta í núna í kreppunni, þá heiti ég Jónas! Er að hugsa um að skella mér á eintak:) Rakst á færslu um þessa bók á blogginu hennar Nönnu og bara varð að breiða út boðskapinn hehe:)

Auglýsingar

Súkkulaði!!!

Það er alveg á hreinu að það er fitandi að eiga börn! Ég bakaði dýrindis súkkulaðiköku áðan…það er að segja að mínu mati….stelpunum fannst hún ekkert sérstaklega góð og þar sem að ég get nú ekki verið þekkt fyrir það að láta súkkulaði fara til spillis þá hámaði ég í mig þeirra skammt líka…..það vill til að þetta er kaka í hollari kantinum….er reyndar muffins uppskrift en ég nennti ekki að dúlla við að setja deigið í muffinsform heldur skellti þessu bara í eitt kökuform og úr varð ansi massíf súkkulaðikaka……en þrefaldur skammtur er kannski fullmikið af því góða.   

Ég byrjaði daginn á því að fara í páskabingó með Kötlu í Hólabrekkuskóla…við vorum ekki svo heppnar að fá vinning en skemmtum okkur engu að síður mjög vel.  Foreldrar og börn borðuðu svo nesti saman og svo var farið út í frímínútur.  Gaman að sjá að leikirnir hafa ekki breyst mikið í gegnum árin…..krakkarnir voru í snú snú og mamma segir komdu inn..það er svo mikil rigningin…hehe….maður kann þetta meira að segja ennþá:) 

Það beið okkar svo skemmtilegt bréf í póstkassanum þegar við komum heim..tilkynning um það að Hekla er komin með leikskólapláss á leikskólanum Hraunborg…veit ekki hvenær hún getur byrjað…þarf að hringja eftir helgina og staðfesta plássið, fæ þá nánari upplýsingar.  Ég býst nú ekki við því að það verði fyrr en eftir sumarfrí. Enda er það líka bara í fínu lagi.  Við erum nefnilega alveg í skýjunum með nýju dagmömmuna…það er alveg á hreinu að hún verður kvödd með miklum söknuði.  En það er samt gott að vera komin með staðfestingu á leikskólaplássi.