Juno

Bæti Juno á listann yfir uppáhaldskvikmyndirnar mínar…..yndisleg mynd:)  Tónlistin í myndinni er líka frábær, skelli hér inn smá sýnishorni. 

Auglýsingar

Sweeney Todd

Er að fara á Sweeney Todd í kvöld…get ekki beðið:)  Helgin hefur annars verið fín, fór með stelpurnar í öskudagsbúningaleiðangur í gær.  Byrjuðum í Toy’s R Us, en þar var nú lítið orðið eftir af búningum.  Hafði hugsað mér að kaupa kisu eða kanínubúning á Heklu þar, en þeir voru ekki til í hennar stærð.  Þannig að við fórum yfir í Smáralind, fórum fyrst í Leikbæ og fundum þar eitt stykki Spidarella búning á Kötlu, höfðum heppnina með okkur þar sem að þetta var síðasti búningurinn.  Fórum svo í Hagkaup og fundum þar prinsessubúning á Heklu, þannig að þær eru græjaðar fyrir öskudaginn.  Sæbi fór til Ísafjarðar á föstudaginn, en meistarflokkurinn átti leik þar á föstudagskvöldið, sem þeir unnu 98-94.  Þeir áttu svo flug til baka 11:20 í gær en því var frestað vegna veðurs, leit út fyrir á tímabili að þeir kæmust alls ekki til baka í gær en sem betur fer var hægt að fljúga um þrjúleytið.  Við eyddum svo bara afganginum af deginum í afslöppun hér heima í gær.  Kristín vinkona hennar Kötlu var að koma heim eftir að hafa eytt 6 vikum á Filippseyjum, þannig að að urðu heldur betur fagnaðarfundir hjá þeim.  Hugsa að við tökum því líka rólega í dag, allavega ekkert á dagskránni nema bollubakstur:)  Og svo náttúrulega Sweeney í kvöld:)  Og Austur Indía…slurp.  Við Lísa ætlum að verðlauna okkur aðeins fyrir það hvað við erum búnar að vera duglegar að mæta í Hreyfingu…nauðsynlegt að hafa smá gulrót:)  Berglind ætlar svo að fá að gista hjá okkur næstu daga, en hún er að fara að vinna verkefni á leikskóla hérna í bænum.  Þannig að hún ætlar að kíkja með okkur.  Stefnir í skemmtilegt kvöld:)

Jólamyndin í ár

Kíkti á kvikmyndir.is og sá mér til mikillar gleði að þessi mynd er væntanleg í desember…hlakka til:)  Ég vissi ekki að það stæði til að kvikmynda þessar frábæru bækur.

Little miss sunshine

Ég skellti mér á kaffihús á þriðjudagskvöldið, aldrei þessu vant, með Berglindi og Ásu.  Planið var að fara á Kaffibrennsluna, en eftir smá hringsól um miðbæinn í leit að stæði þá komumst við að því að Kaffibrennslan er lokuð vegna framkvæmda.  Þannig að við kíktum á Café París í staðinn, mjög fínt bara, hef ekki komið þangað síðan fyrir breytingar…hmm….ekki mjög dugleg í kaffihúsamenningunni.  Við fórum svo í 10 bíó í Regnboganum á Little Miss Sunshine.  Myndin var hreint út sagt frábær…langt síðan ég hef hlegið svona mikið í bíó……meira að segja magavöðvarnir vöknuðu af dvala…og þarf nú mikið til þess hehe:) Og salurinn klappaði þegar myndin var búin…..og það gerist ekki oft.   Mæli með þessari:)