Klukk

Inga Sigga klukkaði mig:

1. 4 Störf sem ég hef unnið við:
Unnið í fiski, rækjuvinnslu, grænmetisdeildinni í Hagkaup, lánafulltrúi

2. 4 Bíómyndir sem ég held uppá.
Amélie, Chocolat, Parenthood, Juno

3. 4 Staðir sem ég hef búið á.
Siglufjörður, Akranes, Reykjavík..eru víst bara 3:)

4. 4 bestu ssjónvarpsþættirnir.
Friends, Grey’s Anatomy, Men in trees, Desperate housewifes

5. 4 matarkyns sem ég held uppá.
Humar, kjúlli, hamborgarhryggur, falafel

6.4 Bækur sem ég held uppá.
Hobbitinn, Svo fögur bein, Þjóð bjarnarins mikla, Kvenspæjarastofa nr. 1

7. 4 bloggarar sem ég klukkaði eru
Inga Rut, Stína

Auglýsingar

Nafnið mitt….


What Rakel Means


You are wild, crazy, and a huge rebel. You’re always up to something.
You have a ton of energy, and most people can’t handle you. You’re very intense.
You definitely are a handful, and you’re likely to get in trouble. But your kind of trouble is a lot of fun.

You are usually the best at everything … you strive for perfection.
You are confident, authoritative, and aggressive.
You have the classic „Type A“ personality.

You are a seeker of knowledge, and you have learned many things in your life.
You are also a keeper of knowledge – meaning you don’t spill secrets or spread gossip.
People sometimes think you’re snobby or aloof, but you’re just too deep in thought to pay attention to them.

You are friendly, charming, and warm. You get along with almost everyone.
You work hard not to rock the boat. Your easy going attitude brings people together.
At times, you can be a little flaky and irresponsible. But for the important things, you pull it together.

You are relaxed, chill, and very likely to go with the flow.
You are light hearted and accepting. You don’t get worked up easily.
Well adjusted and incredibly happy, many people wonder what your secret to life is.

What’s Your Name’s Hidden Meaning?

Er nú ekki alveg sammála því að fyrsta málsgreinin passi við mig:) En þessi setning „People sometimes think you’re snobby or aloof, but you’re just too deep in thought to pay attention to them.“ á allavega vel við. Og svosem líka ýmislegt annað þarna:)

Námskeið ofl.

Jæja, enn ein vinnuvikan að verða búin….ég fór á matreiðslunámskeiðið hjá himneskri hollustu á mánudagskvöldið.  Það var algjört æði.  Námskeiðið var haldið í Hagkaup í Smáralind, í eldhúsaðstöðu þar innaf.  Hópurinn var nokkuð stór og það var tekið á móti okkur með hollustunasli og grænu vatni, nema hvað:)  Græni liturinn á vatninu orsakaðist af grænu dufti sem er víst allra meina bót og ég ákvað á staðnum að fara nú að að sturta þessu í mig í tíma og ótíma….það er að segja alveg þangað til ég sá verðið á þessu eðaldufti…þá ákvað ég að geyma það til betri tíma…..hehe.  En námskeiðið var virkilega skemmtilegt, við fengum þarna heilmikinn fróðleik um hinar ýmsu heilsuvörur, og svo var sýnikennsla, Solla og co bjuggu til baunabuff, pastasalat, grænmetissalat, speltbrauð, tvennskonar sósur og súkkulaðiköku.  Að lokum fengum við svo að gæða okkur á öllum kræsingunum, sem brögðuðust hver annarri betri. Við Lísa komum pakksaddar út og fengum að auki með okkur sneið af himneskri súkkulaðiköku í nesti.  Algjör snilld, stefni á að skella mér á framhaldssnámskeið við tækifæri.  Á líka eftir að setja nokkrar uppskriftir inn á Matargatið.  Ég fór svo í fyrsta Rope yoga tímann í gær….var pínu púsluspil að græja þetta alltsaman þar sem að súbbinn, eða prinsessubíllinn eins og Hekla kallar hann var á verkstæði.  Þannig að Sæbi sótt mig í vinnuna og skutlaði mér í yogað, hann sótti svo stelpurnar og tók þær svo með sér á æfingu þannig að ég þurfti að redda mér eftir tímann úr listhúsinu í Valsheimilið, ætlaði fyrst að taka leigubíl en ákvað svo að rölta á næstu strætóstoppistöð og endaði á því að skella mér í strætó.  Ég var mjög ánægð með þennan fyrsta yoga tíma, held að þetta sé eitthvað sem að hentar mér mjög vel, og magavöðvarnir mínir eru vaknaðir eftir langan dvala:) Hlakka til að fara aftur á morgun.  Við fengum svo bílinn úr viðgerð í dag þannig að ég losna við strætóferð á morgun og Sæbi fær að hafa Knút sinn í friði:)