Hvers virði er ég?

Það hefur lítið verið bloggað hér að undanförnu…tími til kominn að bæta aðeins úr því.  Það helsta sem hefur verið í gangi hjá okkur að undanförnu er það að körfuboltatímabilið er búið hjá Sæba í bili..það er að segja hjá meistaraflokknum og því miður komst Valur ekki upp í úrvalsdeild að þessu sinni..voru hársbreidd frá því, en svona er þetta bara.  Við fórum á árshátíð hjá Íbó 11. apríl, hún var haldin í turninum í Kópavogi og nei, það kviknaði ekki í:)  Skemmtum okkur mjög vel..gaman að koma þarna í turninn, frábær matur og fín stemning.  Um síðustu helgi fórum við svo á frumsýningu á „Hvers virði er ég?“ í boði Byrs sparisjóðs.  Það var virkilega gaman….Bjarni Haukur fór á kostum og ekki verra að geta hlegið að fjármálunum svona á þessum síðustu og verstu tímum:)  Við skelltum okkur svo út að borða eftir sýninguna…ætluðum á Santa María á Laugaveginum (mig dreymir enn um Mole sósuna þeirra ) en þar var búið að loka eldhúsinu. Svo að við fengum okkur gönguferð í góða veðrinu og enduðum á American Style.  Virkilega notalegt kvöld og stelpurnar í góðum höndum hjá nýju barnapíunni…mjög heppin með hana.  Á laugardaginn var svo opið hús í leikskólanum hjá Heklu, gaman að kíkja þangað og fá betri innsýn í leikskólastarfið.  Heklu fannst þetta nú frekar skrítið til að byrja með að vera mætt í leikskólann með fjölskylduna í eftirdragi en hún jafnaði sig fljótt á því.  Katla er á fullu í fimleikunum, ég fór og horfði á æfingu hjá henni á mánudaginn, gaman að sjá hvað henni hefur farið fram.  Við fengum svo mjög skemmtilegt símtal í kvöld, en vinkona mín sem ég hef verið með á mömmupóstlista frá 1999 hringdi í okkur frá Bandaríkjunum.  Hún og hennar fjölskylda búa í Raleigh í North Carolina og hún og dóttir hennar sem er jafngömul Kötlu eru að spá í að koma og hitta okkur í New York í sumar.  Stelpurnar hafa verið að skrifast á undanfarna mánuði…Katla skrifar á íslensku og ég þýði svo fyrir hana…þeim fannst mjög spennandi að fá að spjalla aðeins saman í símann.  Virkilega gaman að heyra í þeim mæðgum og ég vona að við getum látið verða af því að hittast í sumar.  Þetta er svona það helsta sem hefur gerst hjá okkur að undanförnu….erum líka að vinna í því að Hekla hætti með bleiu..það gengur ágætlega.  Sjónvarpsfjarstýringin okkar gaf svo upp öndina áðan…sem er ekki gott mál þegar það er barnalæsing á sjónvarpinu og eingöngu hægt að kveikja á því með fjarstýringunni…hmm…veit ekki hvernig þetta endar..ætli við neyðumst ekki til að fara að tala saman:)

Auglýsingar

3 athugasemdir

 1. Inga Sigga said,

  apríl 23, 2008 kl. 10:59 e.h.

  Vá margt spennandi hja ykkur. Serstaklega New York ferðin 🙂

 2. Inga Rut said,

  apríl 26, 2008 kl. 12:01 e.h.

  Það er slæmt þegar þið þurfið að fara að tala saman fjölskyldan…hehehe 🙂

 3. Rakel said,

  apríl 28, 2008 kl. 12:46 e.h.

  Hehe..já þetta reddaðist sem betur fer fyrir horn með UNIVERSAL fjarstýringu frá Elko hehe:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: