Páskarnir

Málshættirnir í ár:

Rakel: Ást gefur endurást (frá Freyju)

Sæbi: Sá gefur tvisvar sem gefur fljótt (frá Nóa)

Katla: Bjalla er bjórfullur maður (frá Nóa) og Vini skal varlega reyna (frá Góu)

Hekla: Sætur er ábata þefurinn (frá Nóa)

Við áttum annars mjög rólega og notalega páska.  Vöknuðum frekar snemma á páskadag, leituðum að páskaeggjunum, dunduðum okkur við að horfa á sjónvarpið, perla, lesa, narta í páskaeggin og elduðum páskamatinn í rólegheitum, ósköp ljúft og notalegt:)

Auglýsingar

Juno

Bæti Juno á listann yfir uppáhaldskvikmyndirnar mínar…..yndisleg mynd:)  Tónlistin í myndinni er líka frábær, skelli hér inn smá sýnishorni. 

Ouch

Katla var að lesa Millý, Mollý, Mandý áðan…..

 „Mamma, þetta er eldgömul bók!“

 „Já, ég veit það, ég las hana þegar ég var lítil“

„Vá, er hún SVONA gömul?!!!!

Féll á nördaprófinu….