Mamma ekki syngja…

Ef að Simon Cowell þarf á smá fríi að halda þá gæti Hekla auðveldlega tekið að sér að leysa hann af.  Hún var að syngja „Fyrst á réttunni, svo á röngunni…“ og mér varð það á að taka undir, fékk ég þá ekki þetta skemmtilega komment „Mamma ekki syngja fyrst á réttunni! Loka munninum mamma!“ Ekkert verið að skafa utan af því:)  Annars er það helst í fréttum hjá okkur að nýr fjölskyldumeðlimur bættist við hjá okkur um helgina.  Katla er orðinn stoltur hamsturseigandi.  Hamsturinn Ósk er flutt inn í herbergið þeirra systra við mikla gleði.  Og lúmska ánægju mömmunnar:)  Við fórum á sunnudaginn og keyptum búrið, vorum svo heppin að fá notað búr með fullt af fylgihlutum á góðu verði.  Svo hófst leytin að hamstrinum, hringdi í nokkrar gæludýrabúðir en það virtist vera lítið af hömstrum í boði.  Þeir fundust svo að lokum í gæludýrabúðinni á móti Kringlunni en þar voru nýkomnir ungar, þvílíku krúttin og Katla var ekki lengi að velja sér einn.  Og Hekla er mjög sátt við að „músin“ búi í herberginu þeirra.  Við fórum svo í foreldraviðtal í skólanum hjá Kötlu í dag.  Það er alltaf jafn gaman, svo að maður monti sig nú aðeins, en hún er alltaf jafn dugleg og allt gott um hana að segja.  Kennarinn lýsti henni sem valkyrju, bæði í náminu og utan þess, mér þykir það nú ekki slæmur kostur:)  Við ætlum svo að skella okkur í bústað um helgina, hlakka til að slappa af í sveitasælunni:)

Auglýsingar

4 athugasemdir

 1. Stína Sigm said,

  febrúar 14, 2008 kl. 4:34 f.h.

  Hæ, kannast við þetta með sönginn ég má sjaldan syngja fyrir drengina þeir reyna að halda fyrir munninn á mér (skil sko ekki af hverju).
  Skemmtið ykkur vel í bústaðnum væri sko alveg til í að skreppa með fjölskylduna í bústað eina helgi.
  Kv.Stína

 2. Ása María said,

  febrúar 15, 2008 kl. 7:12 e.h.

  Ég fékk svona comment frá litlum frændsystkinum þegar ég var á táningsaldri, rétt nógu snemma til að ég blési af væntanlegan söngferil. Hef síðan látið mér nægja að syngja í bílnum og auðvitað fæ ég óbilandi trú á eigin sönghæfileikum á djamminu.
  Kv. Ása María

 3. Rakel said,

  febrúar 18, 2008 kl. 10:34 e.h.

  Uss já skil ekkert í þess vantrausti á okkar sönghæfileikum:)

 4. popale said,

  febrúar 27, 2008 kl. 10:36 f.h.

  Quando ti ricapita un commento in lingua italiana. Tu non avrai capito una cippa lippa ma mettiamola così ho portato un po di sole mediterraneo nella bellissima Islanda 🙂
  A presto

  P.S. Don’t worry this is only an italian bloggers-game.
  This game consist to chose three blogs in the The most popular WordPress.com posts of Iceland and leave there a comment in italian.
  Take care of yourself and have a nice day!
  pOpale


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: