Spurning dagsins….

Ætlar þú að kaupa þér kind?   Verð að viðurkenna að það freistar mín:)  Hehe….kannski maður skelli sér bara á eina….og þó…kannski væri skynsamlegra að fjárfesta í skuldafælu sem er á tilboði í nornabúðinni til 15. mars:)

Auglýsingar

Atvinnuviðtal hjá Ikea

ikea1.jpg

Mamma ekki syngja…

Ef að Simon Cowell þarf á smá fríi að halda þá gæti Hekla auðveldlega tekið að sér að leysa hann af.  Hún var að syngja „Fyrst á réttunni, svo á röngunni…“ og mér varð það á að taka undir, fékk ég þá ekki þetta skemmtilega komment „Mamma ekki syngja fyrst á réttunni! Loka munninum mamma!“ Ekkert verið að skafa utan af því:)  Annars er það helst í fréttum hjá okkur að nýr fjölskyldumeðlimur bættist við hjá okkur um helgina.  Katla er orðinn stoltur hamsturseigandi.  Hamsturinn Ósk er flutt inn í herbergið þeirra systra við mikla gleði.  Og lúmska ánægju mömmunnar:)  Við fórum á sunnudaginn og keyptum búrið, vorum svo heppin að fá notað búr með fullt af fylgihlutum á góðu verði.  Svo hófst leytin að hamstrinum, hringdi í nokkrar gæludýrabúðir en það virtist vera lítið af hömstrum í boði.  Þeir fundust svo að lokum í gæludýrabúðinni á móti Kringlunni en þar voru nýkomnir ungar, þvílíku krúttin og Katla var ekki lengi að velja sér einn.  Og Hekla er mjög sátt við að „músin“ búi í herberginu þeirra.  Við fórum svo í foreldraviðtal í skólanum hjá Kötlu í dag.  Það er alltaf jafn gaman, svo að maður monti sig nú aðeins, en hún er alltaf jafn dugleg og allt gott um hana að segja.  Kennarinn lýsti henni sem valkyrju, bæði í náminu og utan þess, mér þykir það nú ekki slæmur kostur:)  Við ætlum svo að skella okkur í bústað um helgina, hlakka til að slappa af í sveitasælunni:)

Skandall

Ég er að hugsa um að sniðganga Eurovision þetta árið fyrst að ég fæ ekki að sjá Haffa Haff í úrslitum…algjör skandall!  Vona þá allavega að Dr. Spock taki þetta fyrst að Haffi er úr leik.

Öskudagur

katlaminni.jpgheklaminni.jpg

Hér á bæ var mikil ánægja með öskudaginn.  Katla fór í Álfheima í dag, þar var ýmislegt brallað fyrir hádegi og svo farið á öskudagsball í Miðbergi eftir hádegið.  Hún fékk svo að fara með vinkonu sinni út í Hólagarð að syngja og þær uppskáru smá nammi fyrir það.  Hekla var nú ekkert alltof hrifin af því að fara í búninginn sinn í morgun, en var svo mjög sátt þegar hún var komin í hann og skemmti sér vel á öskudagsballi í leikskólanum. 

Sweeney Todd

Er að fara á Sweeney Todd í kvöld…get ekki beðið:)  Helgin hefur annars verið fín, fór með stelpurnar í öskudagsbúningaleiðangur í gær.  Byrjuðum í Toy’s R Us, en þar var nú lítið orðið eftir af búningum.  Hafði hugsað mér að kaupa kisu eða kanínubúning á Heklu þar, en þeir voru ekki til í hennar stærð.  Þannig að við fórum yfir í Smáralind, fórum fyrst í Leikbæ og fundum þar eitt stykki Spidarella búning á Kötlu, höfðum heppnina með okkur þar sem að þetta var síðasti búningurinn.  Fórum svo í Hagkaup og fundum þar prinsessubúning á Heklu, þannig að þær eru græjaðar fyrir öskudaginn.  Sæbi fór til Ísafjarðar á föstudaginn, en meistarflokkurinn átti leik þar á föstudagskvöldið, sem þeir unnu 98-94.  Þeir áttu svo flug til baka 11:20 í gær en því var frestað vegna veðurs, leit út fyrir á tímabili að þeir kæmust alls ekki til baka í gær en sem betur fer var hægt að fljúga um þrjúleytið.  Við eyddum svo bara afganginum af deginum í afslöppun hér heima í gær.  Kristín vinkona hennar Kötlu var að koma heim eftir að hafa eytt 6 vikum á Filippseyjum, þannig að að urðu heldur betur fagnaðarfundir hjá þeim.  Hugsa að við tökum því líka rólega í dag, allavega ekkert á dagskránni nema bollubakstur:)  Og svo náttúrulega Sweeney í kvöld:)  Og Austur Indía…slurp.  Við Lísa ætlum að verðlauna okkur aðeins fyrir það hvað við erum búnar að vera duglegar að mæta í Hreyfingu…nauðsynlegt að hafa smá gulrót:)  Berglind ætlar svo að fá að gista hjá okkur næstu daga, en hún er að fara að vinna verkefni á leikskóla hérna í bænum.  Þannig að hún ætlar að kíkja með okkur.  Stefnir í skemmtilegt kvöld:)