Til hamingju með afmælið Katla Dögg !!!!

20035311097_2.jpg20035311097_3.jpg200353110376_0.jpg1012091102372_1.jpg20021127212445_0.jpg20031113248_1.jpg20040726201736_0.jpg20050819142107_1.jpg20060412222136_4.jpg20070625212820_6.jpg20071003215019_10.jpg20071004224043_13.jpg

 Elsku stóra stelpan okkar er 8 ára í dag, innilega til hamingju með daginn Katla mín:)  Hér verður vafalaust mikið fjör í dag, bekkjarafmæli á eftir með hrekkjavökuþema að ósk prinsessunnar og svo kemur fjölskyldan í kaffi eftir það.  Set kannski inn myndir frá afmælinu á morgun ef ég hef orku í það:)

Auglýsingar

We are made of starstuff…..

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla:)  Það sem stendur uppúr hjá mér á árinu 2007 er tvímælalaust Þýskalandsferðin okkar, virkilega vel heppnuð og skemmtileg ferð í alla staði.  Við höfðum það annars mjög gott um jól og áramót.  Fórum í jólaboð á jóladag og annan í jólum.  Vorum svo bara heima í rólegheitum á gamlárkvöld.  Elduðum kalkúnabringur sem heppnuðust mjög vel og tókum því svo bara rólega.  Er svo ekki skylda að hafa skoðun á skaupinu…mér fannst það bara mjög gott í ár.  Batnaði meira að segja bara við annað áhorf:)  Veðrið var nú ekki upp á sitt besta þannig að við skutum ekki mikið upp.  Sæbi og Katla fóru aðeins út um miðnættið og skutu aðeins, en Hekla sofnaði klukkan 22, gersamlega búin eftir daginn, þannig að ég naut bara útsýnisins af svölunum.  Við fórum svo á brennu á nýársdag og skutum þá upp afganginum af flugeldunum okkar.  Hekla var nú alls ekki hrifin af öllum þessum látum, leist svo alls ekki á blikuna á þrettándanum, en það var ansi mikið skotið þá.  

En svona til að skýra fyrirsögnina þá er ég búin að vera á smá nostalgíutrippi undanfarna daga, komst að því að það er hægt að horfa á brot úr Cosmos þáttunum inni á youtube:)  Það má segja að ég hafi tekið heilan áfanga í FVA í þessum þáttum, Rau 103 (þú manst nú eftir því Inga Sigga), og aðalkennsluefnið voru þessir frábæru þættir.  Carl Sagan var orðinn eins og gamall vinur:)  Skelli hérna inn smá broti.