Aðfangadagur runninn upp

tred.jpghekla.jpgkatla.jpgsystur.jpg

Styttist í stóru stundina:)  Við skreyttum jólatréð í gærkvöldi, það er hefð hjá okkur að skreyta ekki tréð fyrr en á þorláksmessukvöld.  Stelpurnar fóru svo í jólabaðið og jólanáttfötin, voru merkilega fljótar að sofna.  Við Sæbi vorum að stússast fram yfir miðnætti, taka til, skreyta aðeins meira og Sæbi bjó til grjónagrautinn sem breytist svo í jólagrautinn okkar í kvöld.  Hlustuðum á jólakveðjurnar á meðan á þessu stóð…sönn jólastemning eins og ég vil hafa hana:)  Gleðileg jól enn og aftur:)

Auglýsingar

Gleðileg jól!!!

Óska öllum sem villast inn á þessa síðu gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári:)  Set hérna með eitt af mínum uppáhaldsjólalögum, verst að það er ekki til á youtube í flutningi Páls Óskars og Moniku.  Njótið jólanna í faðmi fjölskyldunnar og dekrið og látið dekra við ykkur:)

Bréf til sveinka

20071215091346_0.jpgAlveg er ég komin með nóg af hvassviðrinu hér á suðvesturhorninu þessa dagana, kolbrjálað veður dag eftir dag. Katla fór ekkert í skólann í dag, hún átti að mæta í íþróttir í fyrsta tíma í morgun og hefði þá þurft að labba frá íþróttahúsinu yfir í skólann, þannig að við ákváðum að láta hana sleppa þeim, hún fékk að vera heima hjá vinkonu sinni sem býr í sama húsi og við og mamma hennar ætlaði svo að skutla þeim í skólann, en svo kom í ljós að það var ekki kennsla þannig að hún var hjá vinkonunni fram að hádegi en þá sótti ég hana og hún var með mér í vinnunni eftir hádegið. Hingað til hafði ekkert skemmst hjá okkur en serían á svölunum var rétt í þessu að gefa upp öndina, kannski ekki skrítið miðað það sem á undan er gengið. Annars er bara nóg að gera hjá okkur við jólaundirbúning og ýmislegt stúss….fór með stelpurnar í jólaklippinguna í dag, skutumst svo í Bónus og svo komu Orri og Bjarni Dagur í pössun til okkar, þannig að það var fjör hjá okkur hér í kvöld með 4 hressa krakka. Háttatíminn var frekar skondinn, Orri og Katla voru mjög fljót að sofna, en litlu dýrin Hekla og Bjarni Dagur voru ekki á því að fara að sofa, endaði með því að við færðum Bjarna Dag inn til okkar og létum hann sofna þar. Katla hafði smá áhyggjur af því að Þvörusleikir héldi kannski að þær systur væru eitthvað að reyna að svindla með því að setja 4 skó í gluggann þannig að henni fannst öruggara að skilja eftir bréf til hans með útskýringu hvernig stæði á þessum aukaskóm í glugganum:)

Jólastúss

Kominn desember….3 vikur til jóla….alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða…nú er bara um að gera að njóta þessara daga sem eftir eru í botn, það ætla ég að gera.  Við erum langt komin með jólagjafirnar.  Ég, Inga Sigga og Lísa fórum í jólagjafaleiðangur í Smáralind á fimmtudaginn.  Ég náði að kaupa 3 jólagjafir þar, þar af 2 sem ég var ekki komin með neinar hugmyndir um hvað ég ætti að kaupa handa viðkomandi, þannig að ég var mjög ánægð með árangurinn:)  Við Inga Sigga höfðum það svo gott um kvöldið og horfðum á einn þátt í seríu 3 af Grey’s sem Inga Sigga fjárfesti í:)  Svo áb föstudagskvöldið var jólagleði í vinnunni hjá mér, það var mjög vel heppnað.  Inga Sigga gisti hjá okkur og stelpurnar fengu að vera heima með henni sem var algjör snilld.  Svo drifum við okkur á fætur í gærmorgun og fórum á opið hús hjá leikskólanum hennar Heklu, þar var piparkökubakstur og föndur í boði, mjög skemmtilegt.  Heklu fannst þetta nú hálfskrítið til að byrja með en skemmti sér svo mjög vel.  Eftir það færðum við okkur um set yfir í Hólabrekkuskóla en þar var einnig jólaföndur.  Katla bjó til mjög fallegan snjókarl og við máluðum nokkrar piparkökur.  Fórum svo aðeins heim og fengum okkur að borða og kíktum svo í nýju Hagkaupsbúðina í Holtagörðum, ætluðum nú eiginlega bara að rölta einn hring, sáum fyrir okkur að það yrði svo hrikalega löng biðröð á kössunum ef við færum eitthvað að versla.  En enduðum svo á því að finna 3 jólagjafir þannig að við skelltum okkur í röð, tók reyndar mun styttri tíma en við höfðum búist við.  Planið er svo að byrja að skreyta í dag.  Við erum búin að setja upp eina seríu í stofugluggann, og ég hélt í aðventukranshefðina mina og bjó til „aðventukrans á 5 mínútum“ 3. árið í röð, heppnaðist mjög vel þó ég segi sjálf frá.  Garðheimar klikkuðu reyndar aðeins þetta árið, buðu ekki upp á kerti og skraut saman í pakka, en það reddaðist:)  Skelli inn mynd við tækifæri:)