Ástarjátningar belju um nótt….

Grípandi titill ekki satt:) En við þetta vaknaði ég reyndar í nótt…..Hekla á semsagt litla kusu sem er eitt af útvöldum tuskudýrum sem hún sefur með.  Ef ýtt er á magann á beljunni þá heyrist ískrandi hlátur…sem er reyndar orðinn frekar krípí…batteríin sennilega orðin hálfslöpp…og svo heyrist „I love you“….ég semsagt vaknaði við það í nótt að beljan endurtók þetta stanslaust inni í herbergi hjá stelpunum…Hekla hefur sennilega legið ofan á henni….ég klemmdi aftur augun og ætlaði nú ekki að nenna á fætur…gafst svo upp og fór fram og að sjálfsögðu þagnaði kvikindið um leið og ég steig fæti inn til þeirra:) 

Jólaspenningurinn er svo aðeins farinn að gera vart við sig á heimilinu…Katla bað mig að skrifa niður í hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða….hún ætlar að búa til litla gjöf handa hverjum og einum…bara sætt.  Það hefur verið siður hjá okkur síðustu ár að skilja eftir skyr í glugganum handa skyrgámi enda er hann uppáhalds jólasveinn Kötlu, en núna ætlar hún semsagt að bæta um betur og gefa þeim öllum gjöf…verður gaman að fylgjast með þessu hjá henni:)

Auglýsingar