Bústaður

Sit hérna ljósblá og stíf í framan….eins gott að það er ekki vefmyndavél á blogginu….:)  Er með einhvern svaðalegan hreinsimaska á andlitinu…..vantar bara gúrkusneiðarnar á augun.  En annars er allt gott að frétta af okkur fjölskyldunni…við hjónin fórum í foreldraviðtal í skólanum hjá Kötlu um daginn og fengum aldeilis lofræðu um skvísuna…hún er svo dugleg og stendur sig svo vel…daman komin með 8 í lestri sem dæmi…gaman að heyra þetta:)  Við stelpurnar ásamt Lísu og Ingu Rut drifum okkur svo í sumarbústað um helgina…alltaf gaman að skella sér í bústað.  Sæbi reddaði okkur Húsasmiðjubústað á Flúðum.  Við Lísa og stelpurnar drifum okkur af stað eftir vinnu á föstudaginn og Inga Rut kom svo á laugardeginum.  Þetta var virkilega skemmtilegt, mikið spjallað, spilað, föndrað og borðaður góður matur! Við nýttum nú pottinn ekkert sérstaklega vel, bæði var hann helst til heitur og gekk illa að stilla hitastigið og svo var veðrið ekkert alltof gott, rok og rigning mestallan laugardaginn.  En við höfðum það nú bara notalegt inni í hlýunni.  Læt þetta duga í bili…farin að pilla af mér maskann:)

Auglýsingar

2 athugasemdir

  1. Inga Rut said,

    nóvember 6, 2007 kl. 6:58 e.h.

    já þetta var virkilega notaleg helgi, hlakka til að endurtaka hana einhvern tíman með vorinu….svo eru þið Lísa alltaf velkomnar í heimsókn….já og þið hinar líka 🙂

  2. Rakel said,

    nóvember 11, 2007 kl. 11:50 e.h.

    Já, sama segi ég, hlakka til að endurtaka þetta:) Við eigum líka pottþétt eftir að skella okkur í heimsókn til þín við tækifæri.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: