Mig langar í……

Þennan disk………var að enda við að horfa á þátt nr. 7 af Private Practice…í lokin á þættinum hljómar þetta lag með Terra Naomi…ég hafði reyndar ekki hugmynd um hver flutti lagið en fletti því upp og fann myndbandið á Youtube. Geggjað lag! Og þátturinn var góður líka:)

Auglýsingar

Ástarjátningar belju um nótt….

Grípandi titill ekki satt:) En við þetta vaknaði ég reyndar í nótt…..Hekla á semsagt litla kusu sem er eitt af útvöldum tuskudýrum sem hún sefur með.  Ef ýtt er á magann á beljunni þá heyrist ískrandi hlátur…sem er reyndar orðinn frekar krípí…batteríin sennilega orðin hálfslöpp…og svo heyrist „I love you“….ég semsagt vaknaði við það í nótt að beljan endurtók þetta stanslaust inni í herbergi hjá stelpunum…Hekla hefur sennilega legið ofan á henni….ég klemmdi aftur augun og ætlaði nú ekki að nenna á fætur…gafst svo upp og fór fram og að sjálfsögðu þagnaði kvikindið um leið og ég steig fæti inn til þeirra:) 

Jólaspenningurinn er svo aðeins farinn að gera vart við sig á heimilinu…Katla bað mig að skrifa niður í hvaða röð jólasveinarnir koma til byggða….hún ætlar að búa til litla gjöf handa hverjum og einum…bara sætt.  Það hefur verið siður hjá okkur síðustu ár að skilja eftir skyr í glugganum handa skyrgámi enda er hann uppáhalds jólasveinn Kötlu, en núna ætlar hún semsagt að bæta um betur og gefa þeim öllum gjöf…verður gaman að fylgjast með þessu hjá henni:)

Bústaður

Sit hérna ljósblá og stíf í framan….eins gott að það er ekki vefmyndavél á blogginu….:)  Er með einhvern svaðalegan hreinsimaska á andlitinu…..vantar bara gúrkusneiðarnar á augun.  En annars er allt gott að frétta af okkur fjölskyldunni…við hjónin fórum í foreldraviðtal í skólanum hjá Kötlu um daginn og fengum aldeilis lofræðu um skvísuna…hún er svo dugleg og stendur sig svo vel…daman komin með 8 í lestri sem dæmi…gaman að heyra þetta:)  Við stelpurnar ásamt Lísu og Ingu Rut drifum okkur svo í sumarbústað um helgina…alltaf gaman að skella sér í bústað.  Sæbi reddaði okkur Húsasmiðjubústað á Flúðum.  Við Lísa og stelpurnar drifum okkur af stað eftir vinnu á föstudaginn og Inga Rut kom svo á laugardeginum.  Þetta var virkilega skemmtilegt, mikið spjallað, spilað, föndrað og borðaður góður matur! Við nýttum nú pottinn ekkert sérstaklega vel, bæði var hann helst til heitur og gekk illa að stilla hitastigið og svo var veðrið ekkert alltof gott, rok og rigning mestallan laugardaginn.  En við höfðum það nú bara notalegt inni í hlýunni.  Læt þetta duga í bili…farin að pilla af mér maskann:)