Helgin

Helgin var fín…..drifum okkur snemma á fætur á laugardagsmorguninn, Sæbi átti pantað flug til Vestmannaeyja kl 10 og við stelpurnar settum stefnuna á Toys R Us.  Rétt þegar Sæbi var að fara út úr dyrunum þá fékk hann sms um að fluginu hefði verið frestað, átti að meta stöðuna aftur kl 11.  Við stelpurnar drifum okkur af stað, sóttum Lísu og brunuðum í Kópavoginn.  Vorum mættar í Toys R Us kl 10:30 og þá var þegar byrjað að hleypa inn í hollum, við þurftum nú samt ekki að bíða nema í ca. 10 mín eftir að komast inn.  Þetta var svona léttgeggjuð stemning þarna….maður mátti hafa sig alla við að vera ekki troðinn undir af fólki með troðfullar innkaupakörfur af leikföngum og það tók góðan tíma að troðast í gegnum Lego deildina, enda 50 % afsláttur af Lego…við náðum nú ekki að skoða nærri því allt þarna en tókst þó að versla slatta, náði að kaupa 7 jólagjafir, virkilega sátt við það:)  Keypti líka Twister handa Kötlu sem var svo spilað non stop það sem eftir var helgarinnar, ágætis líkamsrækt það:)  Eftir einn og hálfan tíma af leikfangaverslun lá leiðin í Keramik fyrir alla á Laugaveginum.  Virkilega notalegt að setjast þarna niður og gleyma sér við að mála.  Ég náði nú reyndar ekki að gera mikið, var aðallega í því að hjálpa Heklu en stelpurnar máluðu hvor sína kisuna sem að við megum svo sækja á fimmtudaginn, verður gaman að sjá hvernig þær eiga eftir að koma út eftir brennsluna.  Ég heyrði svo frá Sæba sem var þá kominn til Þorlákshafnar á leið í Herjólf…..sem varð svo ekki alveg skemmtilegasta ferðalagið….frekar vont í sjóinn!  Það stóð svo til að hann kæmi ekki heim fyrr en um kvöldmat á sunnudaginn en þar sem að 2 af 4 liðum mættu ekki til keppni kláraðist mótið á laugardeginum og þeir kom heim með fyrstu ferð á sunnudeginum.  Sunnudagurinn var svo frekar rólegur…sund, bókasafnið…og sjónvarpsgláp um kvöldið…horfðum á Ertu skarpari en skólakrakki? á skjá einum…skemmtilegur þáttur…verst að hann er á dagskrá á sama tíma og Næturvaktin.  Ég datt svo í að horfa á Private Practice….var með 3 þætti og hætti ekki fyrr en ég var búin að horfa á þá alla…alveg efni í uppáhalds sýnist mér.  Þetta eru semsagt spin off þættir úr Gray’s Anatomy…sem ég hef reyndar ekki séð einn einasta þátt af…hvað segirðu Inga Sigga…ertu ekki til í að fara að lána mér hehe…tekur þetta með í bústaðinn:)

Auglýsingar

Góð auglýsing

Þó svo að aðaltilgangurinn með þessari auglýsingu sé eflaust að selja meira af Dove vörum þá finnast mér skilaboðin góð.  Þoli ekki þessi endalausu skilaboð sem dynja á okkur konum um að við eigum að vera svona og hinsegin.  Við erum allar frábærar eins og við erum!

Námskeið ofl.

Jæja, enn ein vinnuvikan að verða búin….ég fór á matreiðslunámskeiðið hjá himneskri hollustu á mánudagskvöldið.  Það var algjört æði.  Námskeiðið var haldið í Hagkaup í Smáralind, í eldhúsaðstöðu þar innaf.  Hópurinn var nokkuð stór og það var tekið á móti okkur með hollustunasli og grænu vatni, nema hvað:)  Græni liturinn á vatninu orsakaðist af grænu dufti sem er víst allra meina bót og ég ákvað á staðnum að fara nú að að sturta þessu í mig í tíma og ótíma….það er að segja alveg þangað til ég sá verðið á þessu eðaldufti…þá ákvað ég að geyma það til betri tíma…..hehe.  En námskeiðið var virkilega skemmtilegt, við fengum þarna heilmikinn fróðleik um hinar ýmsu heilsuvörur, og svo var sýnikennsla, Solla og co bjuggu til baunabuff, pastasalat, grænmetissalat, speltbrauð, tvennskonar sósur og súkkulaðiköku.  Að lokum fengum við svo að gæða okkur á öllum kræsingunum, sem brögðuðust hver annarri betri. Við Lísa komum pakksaddar út og fengum að auki með okkur sneið af himneskri súkkulaðiköku í nesti.  Algjör snilld, stefni á að skella mér á framhaldssnámskeið við tækifæri.  Á líka eftir að setja nokkrar uppskriftir inn á Matargatið.  Ég fór svo í fyrsta Rope yoga tímann í gær….var pínu púsluspil að græja þetta alltsaman þar sem að súbbinn, eða prinsessubíllinn eins og Hekla kallar hann var á verkstæði.  Þannig að Sæbi sótt mig í vinnuna og skutlaði mér í yogað, hann sótti svo stelpurnar og tók þær svo með sér á æfingu þannig að ég þurfti að redda mér eftir tímann úr listhúsinu í Valsheimilið, ætlaði fyrst að taka leigubíl en ákvað svo að rölta á næstu strætóstoppistöð og endaði á því að skella mér í strætó.  Ég var mjög ánægð með þennan fyrsta yoga tíma, held að þetta sé eitthvað sem að hentar mér mjög vel, og magavöðvarnir mínir eru vaknaðir eftir langan dvala:) Hlakka til að fara aftur á morgun.  Við fengum svo bílinn úr viðgerð í dag þannig að ég losna við strætóferð á morgun og Sæbi fær að hafa Knút sinn í friði:)

Loksins blogg

img_7978.jpgimg_7977.jpgimg_7969.jpgimg_7970.jpgJæja, löngu kominn tími á nýtt blogg….veit ekki hvar ég á að byrja…er að horfa á Opruh með öðru auganu, áhugaverður þáttur um hamingjuna.  Var einmitt verið að sýna innskot um hláturjóga, hef einu sinni prófað það, væri alveg til í að stunda það reglulega, virkilega skemmtilegt.  Annars er bara allt ágætt að frétta af okkur fjölskyldunni.  Lífið komið í rútínu eftir sumarið og nóg að gera hjá okkur öllum.  Ég og stelpurnar ásamt Lísu skelltum okkur norður um síðustu helgi í afmælisveislu hjá mömmu.  Það var virkilega skemmtilegt.  Ekki oft sem að öll fjölskyldan (eða næstum öll) er saman komin.   Skelli hér inn nokkrum myndum.   Næsta vika verður svo spennandi hjá mér…eða ég vona það að minnsta kosti:) Er að fara á matreiðslunámskeið hjá himneskri hollustu á mánudagskvöldið, hlakka mikið til:)  Svo er ég líka að byrja á 8 vikna rope yoga námskeiði, verður gaman að prófa það:)