Í stuttu máli…

Ég er farin að sjá það að ég á aldrei eftir að klára að skrifa ferðasöguna dag frá degi eins og ég var byrjuð á þannig að ég ætla bara að segja frá því helsta sem við gerðum:

– Áttum góðar stundir í Ferienpark Scharmützelsee húsið var æði, sem og allt umhverfið.  Fórum í gönguferðir, flatmöguðum á ströndinni og sigldum um vatnið.

– Skoðuðum okkur um í nálægum þorpum eins og Wendisch Rietz, sem er þorpið við sumarhúsagarðinn, og Storkow.  Gaman að fá þýska sveitastemningu beint í æð:)

– Skoðuðum okkur heilmikið um í Berlín.  Þar fórum við meðal annars í Legoland Discovery Center, þar sem bæði börn og fullorðnir skemmtu sér mjög vel, heimsóttum Knút í dýragarðinn, kíktum í búðir (þar kom H&M radarinn hennar Erlu sér vel:), fórum á Pergamon safnið, skoðuðum dómkirkjuna, Brandenborgarhliðið og Kaiser-Wilhelm-Gedächtnis-Kirche,röltum um Alexanderplatz, Potsdamer Platz og Unter den Linden.  Við skoðuðum líka Checkpoint Charlie, kíktum á Tyrkneska markaðinn og borðuðum á ótal góðum veitingastöðum. 

– Við fórum til Potsdam, virkilega falleg borg, ætluðum að fara í Sanssouci garðinn en það var svo heitt þennan dag að eftir að hafa eytt nokkrum tíma í að rölta um miðbæinn urðum við að flýja hitann.

– Fórum til Frankfurt Oder, þar fórum við m.a. í tívolí og borðuðum á frábærum grískum veitingastað.

-Fórum í skemmtigarð sem heitir Tropical Islands, það var magnaður staður.  Við fengum á tilfinninguna að við værum stödd í the Truman Show, svona til að byrja með.  En þetta er nokkurskonar innandyra hitabeltiseyja, þarna er strönd, vatnsrennibrautir, lón, stórskemmtilegt barnaleiksvæði, regnskógur og veitingastaðir.  Þarna er líka hægt að leigja sér tjald og gista, en staðurinn er opinn allan sólarhringinn.

– Sæbi, Sóley og Bjarni heimsóttu Sachsenhausen búðirnar, það var mjög athyglisverð reynsla að þeirra sögn.  Við Erla og krakkarnir kíktum í barnadýragarð í Wendisch Rietz á meðan, enda búðirnar enginn staður fyrir börn.

Þetta er svona það helsta.  Mjög eftirminnileg og skemmtileg ferð:)

Auglýsingar

Myndir

Var að klára að setja inn myndir úr Þýskalandsferðinni í dag.  Setti inn rúmlega 450 myndir, þær komu reyndar ekki inn í réttri röð en það tekur svo langan tíma að raða þeim upp á nýtt að ég ætla bara að leyfa þeim að vera svona.  Er ekki búin með ferðasöguna ennþá.  Ég byrjaði að vinna aftur eftir sumarfríið í gær…frekar erfitt að koma sér aftur í gang eftir 5 vikna frí..en það kemur:)  Var svo reyndar heima í dag með Heklu, hún er búin að vera með hita síðan á mánudaginn, en er að hressast.  Getur vonandi farið í leikskólann á morgun.  Katla er ennþá í sælunni hjá ömmu og afa á Sigló, kemur heim á mánudaginn, lætur reglulega heyra í sér, Sveinn Andri er líka hjá mömmu og pabba þannig að þau bralla ýmislegt skemmtilegt saman.