Laumufarþegi

Ég fór inn í herbergi til Kötlu áðan og við mér blasti könguló í stærri kantinum á veggnum hjá henni.  Ég safnaði kjarki og drap kvikindið, en miðað við það að þetta er önnur köngulóin sem ég finn hér inni á þeim 4 árum sem við höfum búið hér þá myndi ég segja að það væru sterkar líkur á því að við höfum tekið með okkur laumufarþega frá Þýskalandi! Vona bara að hún hafi ekki ætlað sér að flytjast hingað með alla fjölskylduna…*hrollur*.

Auglýsingar

Komin heim…..

……frá Þýskalandi…skrifaði færsluna hér fyrir neðan áður en við fórum út en hún skilaði sér einhverra hluta vegna ekki.  En ferðin var yndisleg….nutum okkar algjörlega í botn í þessar tvær vikur sem voru alltof fljótar að líða…skelli inn myndum og ferðasögu fljótlega:)

Auf wiedersehen!!!!

Já, eftir nokkra klukkutíma höldum við á vit ævintýranna í Þýskalandi:)  Ég ætlaði nú eiginlega að vera farin að sofa en datt í að horfa á splunkunýjan Men in trees þátt…ekki leiðinlegt að endurnýja kynnin þar:)  Hefur nefnilega verið pása á sýningu þáttanna í nokkra mánuði….fyrstu 17 þættirnir í seríunni voru sýndir og síðan ekki söguna meir…fyrr en núna að þeir eru farnir aftur í gang á Nýja sjálandi og að sjálfsögðu komnir í dreifingu á netinu.  En held að ég fari nú að koma mér í rúmið…verður áhugavert að vekja stelpurnar kl 4:00….kemur í ljós hvernig það gengur…en við verðum allavega að vera mætt í Leifsstöð ekki seinna en 5:50…það er að segja ef við ætlum ekki að þurfa að dansa mauradansinn í tíma og ótíma í ferðinni….löng saga…..hehe….Bratwurst og sauerkraut og allt það….hér kem ég:)