Afmæli

Já, ég er orðin 29:)  Eins gott að njóta síðasta ársins sem tuttuguogeitthvað:)  En annars kvíði ég því nú ekkert að verða þrítug…held að ég batni bara með aldrinum..eins og ostur:) Eða verður maður ekki að vona það allavega.  Dagurinn var mjög góður, fékk margar góðar gjafir og kveðjur, takk fyrir það:)  Mér fannst alveg frábært að frá sms frá Ásu Maríu sem er í útskriftarferð í Thailandi…númtímatækni er alveg mögnuð…og nú hljóma ég eins og ég sé 79 en ekki 29:)  Við Sæbi fórum út að borða, skelltum okkur á Ruby, maturinn þar klikkar ekki.  Fékk mér m.a. ostakökuna góðu sem mig hefur dreymt lengi….þeir bjóða nefnilega upp á sykurlitla ostaköku….verð þó að viðurkenna að hún var ekki alveg jafn góð og í minningunni….hehe…en fín samt.  Við fórum svo í bíó á Pirates of the Caribbean: At worlds end.  Hún var ágæt…alveg þess virði að fara á þó ekki sé nema til þess að horfa á Johnny Depp:) Annars fannst mér hún aðeins of löng…eins og það væri verið að troða of miklu efni í eina mynd og frekar hæggeng á köflum.  Fær 2 og hálfa stjörnu hjá mér.  Svo erum við bara búin að taka því frekar rólega, sóttum stelpurnar um hádegi í gær….Hekla gisti hjá Sóley og Katla hjá Bjarna og Erlu.  Við stoppuðum svo aðeins hjá Bjarna og Erlu, sátum úti í sólinni enda frábært veður í gær.  Sæbi er svo að vinna í dag, en ég er að hugsa um að skreppa með stelpurnar í grasagarðinn og kíkja á Café Flóru.

Auglýsingar

2 athugasemdir

  1. Inga Sigga said,

    maí 29, 2007 kl. 9:15 f.h.

    Til lukku með að vera búin að ná mér í aldri ; )

  2. Rakel said,

    maí 30, 2007 kl. 9:29 e.h.

    Hehe, já takk fyrir það:) Tók mig ekki langan tíma:)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: