Cortes, Sigló og Málfríður….

Ég sit hér og hlusta á Cortes, fínasti diskur.  Einhverstaðar á ég áritaða mynd af kappanum, frá Nonna og Manna tímabilinu.  Ég ætti eiginlega að grafa hana upp og athuga hvort að ég geti ekki selt hana fyrir stórfé á Ebay:) Annars er allt með kyrrum kjörum hér, skvísurnar löngu sofnaðar og Sæbi í Gautaborg.  Fór með 8. flokkinn sinn á Göteborgs basketball festival.  Kemur heim á miðvikudaginn.  Ég skrapp með stelpurnar á Sigló á miðvikudaginn.   Það var mjög notalegt eins og alltaf, Katla krækti sér reyndar í kvef þannig að við vorum ekki mjög mikið úti við.  Við lögðum svo í hann heim í gærmorgun, með smá viðkomu á Ólafsfirði.  Mamma og pabbi komu með okkur þangað.  Virkilega gaman að kíkja þangað.  Heimsóttum Jóa og fjölskyldu í nýja húsið og svo líka Rúnar og Önnu.  Við vorum svo komnar hingað heim um níuleytið í gærkvöldi.  Vorum orðnar frekar þreyttar.  Ég var viss um að Hekla myndi nú sofna fljótlega eftir að við lögðum af stað og sofa svolítið á leiðinni, en nei, hún vakti alla leiðina.  Hún sofnaði líka áður en hún lagðist á koddann í gærkvöldi:) Ég startaði sölusíðu á barnalandi um daginn, svo að ég auglýsi nú aðeins:)  Hefur farið ágætlega af stað.  Vöruúrvalið er nú ekki mjög fjölbreytt svona til að byrja með, en á kannski eftir að aukast ef vel gengur:)

Auglýsingar

Ein athugasemd

  1. Inga Sigga said,

    maí 22, 2007 kl. 7:06 f.h.

    Hæ hæ, gaman að sjá blogg frá þér mín kæra ; ) Er einmitt að spá í að fá mér diskinn með Garðari, held að það væri flott að hlusta á hann fyrir komandi flutninga og stress 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: