Afmæli

Já, ég er orðin 29:)  Eins gott að njóta síðasta ársins sem tuttuguogeitthvað:)  En annars kvíði ég því nú ekkert að verða þrítug…held að ég batni bara með aldrinum..eins og ostur:) Eða verður maður ekki að vona það allavega.  Dagurinn var mjög góður, fékk margar góðar gjafir og kveðjur, takk fyrir það:)  Mér fannst alveg frábært að frá sms frá Ásu Maríu sem er í útskriftarferð í Thailandi…númtímatækni er alveg mögnuð…og nú hljóma ég eins og ég sé 79 en ekki 29:)  Við Sæbi fórum út að borða, skelltum okkur á Ruby, maturinn þar klikkar ekki.  Fékk mér m.a. ostakökuna góðu sem mig hefur dreymt lengi….þeir bjóða nefnilega upp á sykurlitla ostaköku….verð þó að viðurkenna að hún var ekki alveg jafn góð og í minningunni….hehe…en fín samt.  Við fórum svo í bíó á Pirates of the Caribbean: At worlds end.  Hún var ágæt…alveg þess virði að fara á þó ekki sé nema til þess að horfa á Johnny Depp:) Annars fannst mér hún aðeins of löng…eins og það væri verið að troða of miklu efni í eina mynd og frekar hæggeng á köflum.  Fær 2 og hálfa stjörnu hjá mér.  Svo erum við bara búin að taka því frekar rólega, sóttum stelpurnar um hádegi í gær….Hekla gisti hjá Sóley og Katla hjá Bjarna og Erlu.  Við stoppuðum svo aðeins hjá Bjarna og Erlu, sátum úti í sólinni enda frábært veður í gær.  Sæbi er svo að vinna í dag, en ég er að hugsa um að skreppa með stelpurnar í grasagarðinn og kíkja á Café Flóru.

Auglýsingar

Cortes, Sigló og Málfríður….

Ég sit hér og hlusta á Cortes, fínasti diskur.  Einhverstaðar á ég áritaða mynd af kappanum, frá Nonna og Manna tímabilinu.  Ég ætti eiginlega að grafa hana upp og athuga hvort að ég geti ekki selt hana fyrir stórfé á Ebay:) Annars er allt með kyrrum kjörum hér, skvísurnar löngu sofnaðar og Sæbi í Gautaborg.  Fór með 8. flokkinn sinn á Göteborgs basketball festival.  Kemur heim á miðvikudaginn.  Ég skrapp með stelpurnar á Sigló á miðvikudaginn.   Það var mjög notalegt eins og alltaf, Katla krækti sér reyndar í kvef þannig að við vorum ekki mjög mikið úti við.  Við lögðum svo í hann heim í gærmorgun, með smá viðkomu á Ólafsfirði.  Mamma og pabbi komu með okkur þangað.  Virkilega gaman að kíkja þangað.  Heimsóttum Jóa og fjölskyldu í nýja húsið og svo líka Rúnar og Önnu.  Við vorum svo komnar hingað heim um níuleytið í gærkvöldi.  Vorum orðnar frekar þreyttar.  Ég var viss um að Hekla myndi nú sofna fljótlega eftir að við lögðum af stað og sofa svolítið á leiðinni, en nei, hún vakti alla leiðina.  Hún sofnaði líka áður en hún lagðist á koddann í gærkvöldi:) Ég startaði sölusíðu á barnalandi um daginn, svo að ég auglýsi nú aðeins:)  Hefur farið ágætlega af stað.  Vöruúrvalið er nú ekki mjög fjölbreytt svona til að byrja með, en á kannski eftir að aukast ef vel gengur:)