Gleðilegt sumar:)

Já, það er komið sumar, í tilefni af því tók ég niður jólaseríuna úr stofuglugganum í gær:)  Annars áttum við mjög góðan dag í gær, veðrið var yndislegt, hefði mátt vera aðeins hlýrra, en ekki hægt að kvarta yfir því samt.  Við skunduðum á sumardaghátíð í Miðbergi, þar var ýmislegt um að vera.  Meðal annars var söngatriði frá fríststundaheimilunum, Katla var þar í hópnum.  Þau tóku Eurovisionlagið og gerðu það mjög vel, eða eins og kynnirinn sagði, Eiríkur Hauksson hvað!  Svo voru grillaðar pylsur, andlitsmálun og fleiri skemmtiatriði.  Við röltum svo heim og sóttum bílinn, kíktum í smá bíltúr niður í bæ.  Ætluðum svo að kíkja til Bjarna og Erlu, en þau voru þá nýkomin til Bjarna og Xuan, þannig að við fórum þangað og stoppuðum í smástund og krakkarnir léku sér úti í garði.  Við buðum svo Bjarna, Erlu og strákunum í mat um kvöldið, þannig að við komum við í Bónus á leiðinni heim og keyptum kjúkling á grillið.   Sæbi fúgaði svo eldhúsflísarnar, náði reyndar ekki alveg að klára….þar sem að við gerðum smá tæknileg mistök við að blanda fúguna í fyrstu tilraun…*hóst*….en við ætlum að kaupa meiri fúgu í dag, þannig að við ættum að geta klárað þetta í kvöld. 

Ég var í byrja í smá átaki varðandi mataræði og hreyfingu.  Skráði mig á þessa síðu hér sem er alveg bráðsniðug.  Auðvelt að setja sér markmið og fylgjast með árangrinum, ég fæ hugmyndir að æfingum og ýmsan fróðleik sendan í tölvupósti.  Einnig er hægt að fá tillögur að matseðlum og ýmislegt fleira.  Þarna er líka boðið upp á allskyns spjallgrúppur, og þú getur búið til þína eigin heimasíðu, þar sem þú skráir ýmsar upplýsingar um þig og þín markmið.  Mæli með þessari.  Ef einhver vill vera „memm“ þá endilega látið mig vita, þá get ég bætt ykkur við sem vini:)  Ég var hrikalega dugleg áðan (að mínu mati), gerði 50 magaæfingar og sippaði í smástund….komst að því að ég er í enn verra formi en ég hélt…. var gjörsamlega að kafna eftir að sippa hratt 40 sinnum……en nú skal það breytast!

Við Hekla erum í fríi í dag, það er starfsdagur hjá dagforeldrum þannig að við erum búnar að hafa það mjög náðugt….fórum reyndar á fætur í morgun og keyrðum Sæba í vinnuna þar sem að ég þurfti aðeins að stússast í morgun.  Annars erum við bara búnar að vera heima í dag.  Hún sefur úti í vagni eins og er og Katla var að koma heim úr skólanum.  Við ætlum svo að skreppa út í búð á eftir og versla í matinn.  Mamma og pabbi eru svo að koma í kvöld…þau ætluðu ekki að koma fyrr en á morgun, en þar sem veðurspáin fyrir morgundaginn er frekar leiðinleg þá ákváðu þau að drífa sig af stað.  Og við kvörtum nú ekki yfir því að fá þau degi fyrr:) 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: