Bloggleysið að undanförnu orsakast eingöngu af ves…

Bloggleysið að undanförnu orsakast eingöngu af veseni og leiðindum hjá blogger…..það er ekki leti af minni hálfu að kenna…*hóst*….en blogger hefur reyndar verið alveg hundleiðinlegur við mig síðan ég skipti yfir í nýju útgáfuna..annðhvort sjást ekki íslensku stafirnir eða þá að kommentakerfið dettur út. Ætla að gefa þessu séns aðeins lengur en annars neyðist ég til að færa mig eitthvað annað. Annars er það helst að frétta að Hekla er byrjuð hjá nýju dagmömmunni…fyrsti heili dagurinn hennar í dag. Hún byrjaði í aðlögun á mánudaginn og þetta hefur allt gengið ótrúlega vel. Við kíktum bara í smá heimsókn saman á mánudaginn…svo á þriðjudaginn var ætlunin að ég yrði með henni aðeins til að byrja með en þegar við komum inn þá fór mín bara strax að skoða dótið og tala við krakkana þannig að ég kvaddi hana bara…hún setti upp smá skeifu svona rétt til að sýnast þegar ég fór en svo gekk bara mjög vel og ég skildi hana eftir í rúman klukkutíma. Í gær var hún svo hjá henni til kl 15…ég sótti hana fljótlega eftir að hún vaknaði eftir lúrinn og ég fór með hana til Helgu til að kveðja og hún fékk að vera hjá henni á meðan ég skaust aftur í vinnuna til að klára daginn. Þannig að niðurstaðan er sú að hún er alveg ótrúlega dugleg þessi litla skotta…(enda vissi ég það svosem fyrir) og þær báðar systurnar að sjálfsögðu:) Ég fór í maður lifandi um daginn og keypti mér kókosolíu sem á að vera allra meina bót, borða samviskusamlega 2 teskeiðar á dag og sit svo bara og halla mér aftur og bíð eftir the coconut oil miracle, á ekki von á öðru en að ég verði orðin hrikalega fitt og flott í sumar:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: