Það passar 2,9 % launahækkunin farinn margfalt í v…

Það passar 2,9 % launahækkunin farinn margfalt í vasa auðvaldsins. Hvað skyldu neytendasamtökin segja við þessu? Og við sjálf ? eigum við kanski einu sinni að sýna smá samstöðu og hætta að kaupa þetta drasl sem verið er að moka í okkur ? eða eigum við að þegja áfram þunnu hljóði og láta fara illa með okkur? Lesið endilega áfram eftir að þið hafið skoðað verðlisann.

Nafn birgja

Vörur sem viðkomandi selur
Hækkun1)
Hvenær tók/tekur hækkun gildi

Ástæður sem gefnar eru fyrir hækkun

Ásbjörn Ólafsson

Knorr, Prins Póló, Maizena, Sultur frá Den gamle fabrik og fleira.
4%
15. jan.

Gengisbreytingar.

Beiersdorf

Nivea vörur.
0-3,9%
1. jan.

Hækkun á aðföngum, vísitölubreytingar og gengisþróun.

Bergdal

Vörur frá Bonduelle, Heinz bakaðar baunir, Sun Maid, Holger.
3-5%
1. jan.

Erlendar verðhækkanir.

BéBé

Hreinlætisvörur frá Frigg, Mjöll og fleirum.
3-12%
18. des.

Ekki hækkað í 18 mánuði. Hækkanir á aðföngum og innfluttum vörum.

Biobú

Lífræn jógurt
2%
1. feb.

Aukinn launakostnaður og hækkanir á umbúðum.

Danól

Blue Dragon núðlur, Pickwick te, Weetabix, sælgæti frá Nestlé, Hatting og Daloon vörur.
3-5%
Í byrjun janúar

Erlendar kostnaðarhækkanir. Í flestum tilvikum hækkar verð ekki frá Danól.

Freyja

Sælgæti
5%
1. feb.

Verðhækkun á hráefni og umbúðum.

Glóbus

El´Vital snyrtivörur, vörur frá Excellence og Casting
4-5%
11. jan.

Erlendar verðhækkanir.

Góa Linda

Sælgæti.
6-10,7%
15. jan.

Ekki hækkað síðan 15. apríl 2005.

Halldór Jónsson

Wella snyrtivörur
3-5%
29. jan.

Gengisbreytingar, erlendar og innlendar kostnaðarhækkanir.

Iðnmark

Stjörnupopp og ostapopp
7,5%
1. feb.

Hækkun á innlendum og erlendum aðföngum (hráefni og umbúðir).

Íslensk Ameríska

Ýmsar tegundir af kexi frá Frón.
5,29%
1. jan.

Launahækkanir, verðhækkun á hráefni.

Íslensk Ameríska

Ýmsar tegundir af kexi frá Kexverksmiðjunni.
6,14%
1. jan.

Launahækkanir, verðhækkun á hráefni, flutningskostnaður.

Íslensk Ameríska

Vörur frá Ora.
4,17%
1. jan.

Launahækkanir, hækkun á hráefni og umbúðum.

K.K. Karlsson

Sacla, tómatvörur, Celestial te, Wasa, Johnson, Ritter auk fleiri mat- og hreinlætisvara.
0-4,5%
1. feb.

Erlendar hækkanir, aukinn flutningskostnaður og gengisbreytingar. Í flestum tilvikum hækkar verð ekki.

Kaffitár

Kaffi
5%
18.jan.

Katla

Púðursykur, bökunardropar, salt, flórsykur, kartöflumjöl og fleira.
4,9%
1. feb.

Erlendar verðhækkanir auk hækkan innanlands.

Kjarnafæði

Kjöt og unnar kjötvörur
2,5%
2. Jan.

Kostnaðarhækkanir

Kjarnavörur

Sultur, grautar, smjörlíki
5%
15. jan.

Verðhækkanir á hráefni, umbúðum og fluttningum, auk launahækkana.

Kjörís

Ís og íssósur
3-4%
15. feb.

Verðhækkanir á hráefni, launahækkanir og gengisbreytingar.

Kólus, lakkrísgerð

Sælgæti
8,3%
1. feb.

Lýsi

Lýsi, lýsispillur og fleiri heilsubótarvörur.
8%
1. des.

Hefur ekki hækkað síðan 1. okt. 2003. Á síðasta ári hækkaði lifrarverð um 33%.

Myllan

Brauð og kökur.
5,8%
1. des.

Launahækkanir, hækkun á hráefni og flutningskostnaði.

Nathan & Olsen

Sykurvörur frá Dansukker, Axa morgunmatur, Isio olíur, Philsbury hveiti, vörur frá Hagver, Libbys tómatsósa, Betty crocker bökunarvörur, Dove snyrtivörur, Lux sápur og fleira.
3,5%
1. des.2)

Gengisbreytingar.

Nói Síríus

Sælgæti frá Nóa Síríus
5-9%
15. jan.

Launahækkanir, hækkun á hráefni og umbúðum.

Nói Síríus

Kelloggs morgunverðarkorn
3,6%
15. jan.

Gengisbreytingar, erlendar verðhækkanir.

Nói Síríus

Cadbury’s sælgæti
4,5%
15. jan.

Gengisbreytingar, erlendar verðhækkanir.

O. Johnson og Kaaber

Mömmu vörur,vörur frá Ainsley, Del Monte, Duc d´O, Franko, Griesson, Kim, Kiwi, Melroses, LF&H, Melitta, Pågen, Librese, Libero, Edet, Supreme salt, T&L sykurvörur, Lyle´s, Vilko. Braga kaffi, Rúbín kaffi, Ríó kaffi auk fleiri vara.
4,3%
11.jan

Gengisbreytingar, annar kostnaðarauki.

Papco

Klósettpappír, eldhúsrúllur.
6,2%
12. jan.

Hækkun á hráefnisverði.

Sláturfélag Suðurlands

Unnar kjötvörur, sinnep.
3-5%
22. jan.

Sláturfélag Suðurlands

McCormick krydd (pipar og piparblöndur), Barilla
3-9,7%
15. – 31. jan.

Erlendar kostnaðarhækkanir (mikil hækkun á heimsmarkaðsverði á pipar).

Sól

Ávaxtasafar
7,2%
1. jan.

Hækkun á heimsmarkaði á hráefnum.

Vífilfell

Gosdrykkir, ávaxtadrykkir, léttöl, kolsýrt vatn, áfengur bjór
4,6%
20. jan.

Hækkun á hráefni og umbúðum, launahækkanir.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson

Gosdrykkir, ávaxtadrykkir, snakk og sósur
4,9%
1. jan.

Launahækkanir, verðbólga, verðhækkun á aðföngum.

Athugasemdir:
1) Ýmist gefa birgjar upp hækkun sem meðalhækkun eða hækkun sem er á ákveðnu bili.
2) Hækkanir á bökunarvörum tóku gildi 1. janúar sl.

Og hana nú ? Nú er nóg komið???????????..

Vegna lækkunar virðisaukaskatts núna í mars, eru ansi margir sem sjá sér leik á borði og hafa nýtt sér þetta tímabil til að hækka vörur sínar. Þetta er ekkert nema svindl á okkur neytendum, því þessi lækkun stjórnvalda átti að koma í vasa okkar neytenda en ekki byrgja og verslana. Nú er því komið að okkur neytendum að láta í okkur heyra, ég veit að við erum vön að kvarta hver í sínu horni en er ekki kominn tími til að láta þessa aðila vita að við sættum okkur ekki við hvað sem er. Besta ráðið til að mótmæla þessum aðferðum er einfaldlega að hætta að kaupa þessar vörur.

Nú er herferð í gangi sem mótmælir hækkunum birgja og verslana á matvörum.
Sendum áfram og birtum á vefsíðum nöfnin á þeim fyrirtækjum og birgjum sem
hækkað hafa verð. ER EKKI TÍMABÆRT AÐ SNIÐGANGA ÞESSAR VÖRUR ?
Skoðið endilega heimasíðurnar ( bloggsíðuna og síðu neytendasamtakanna) til að sjá hvaða vörur það eru sem hafa verið að hækka.
Mæli með að taka þátt, ekki endalaust hægt að láta vaða svona yfir sig.
Kv Krissa

Sjá nánar: http://nogkomid.blog.is/
https://www.ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=258629

http://nogkomid.blog.is/blog/nogkomid/entry/107756/
Vinsamlegast áframsendið til allra sem þið þekkið!

Auglýsingar

Katla átti afmæli í gær….ótrúlegt til þess að…


Katla átti afmæli í gær….ótrúlegt til þess að hugsa að frumburðurinn sé orðin 7 ára:) Það var mikið fjör hér í gær þegar 14 hressar stelpur mættu í náttfatapartý….hávaðinn fór örugglega vel yfir öll velsæmismörk þegar fjörið stóð sem hæst en allir skemmtu sér vel, nágrannarnir kvörtuðu ekki og við Sæbi lifðum þetta af:) Svo mætir fjölskyldan í kaffi í dag….verður sennilega mun rólegra yfir þeirri samkomu…nema kannski mannskapurinn finni hjá sér þörf til að skella sér í eins og einn stoppdans eða flöskustút….:)

Enn ein jól og áramót að baki. Merkilegt hvað þes…

Enn ein jól og áramót að baki. Merkilegt hvað þessir dagar eru alltaf fljótir að líða eftir allan undirbúninginn og tilhlökkunina. Það læðist alltaf að mér smá dapurleiki þegar jólin eru búin og janúar og febrúar framundan. Ekki skemmtilegustu mánuðir ársins í mínum huga. En þessar tilfinngar endast sem betur fer aldrei lengi enda nóg annað að gera en að velta sér uppúr eftirjólablús. Ætla að taka niður jólaskrautið á morgun, skil þó kannski eins og eina seríu eftir í stofuglugganum. Svo er náttúrulega einn stórviðburður hjá fjölskyldunni framundan núna í janúar, nefnilega sjö ára afmæli stóru stelpunnar okkar. Hún er reyndar löngu farin að plana það…stefnan sett á náttfatapartý þetta árið:) Það er komið upp smávandamál sem við fréttum af á föstudaginn nefnilega það að dagmamman hennar Heklu er á leið í fæðingarorlof um miðjan mars sem þýðir það að við þurfum að fara á fullt núna að leita að annarri dagmömmu, eða ég er reyndar að vona að við getum fengið leikskólapláss fyrir hana. Er reyndar ekkert alltof bjartsýn á það, býst ekki við að hún komist inn fyrr en í sumar eða haust. En það sakar samt ekki að reyna. Leiðinlegt að þurfa að fara að aðlaga hana hjá nýrri dagmömmu fyrir örfáa mánuði. En þetta á nú samt örugglega allt eftir að reddast. Ég fékk svo skemmtilega heimsókn en Inga Sigga og Berglind komu í gærkvöldi, borðuðu kvöldmat hjá okkur og við skvísurnar skelltum okkur svo í bíó. Sáum the holiday, hún kom skemmtilega á óvart. Skemmtilegur söguþráður og góðir leikarar. Ekta svona „feel good“ mynd. Við fórum svo bara hingað heim eftir bíóið og kjöftuðum fram á nótt. Inga Sigga fór svo í skólann í dag og við Berglind flatmöguðum í sófanum á meðan og horfðum á friends. Ég var svo að fá síðbúna jólagjöf, bók sem heitir „Little moments of peace: Daily reflections for mothers. Er byrjuð að glugga í hana, læt eitt gullkorn úr henni fylgja hér: Raising children is presented at first as a true-false test, then becomes multiple choice, until finally, far along, you realise that it is an endless essay.
-Anna Quindlen