Ég þarf svosem ekki að kvarta yfir skorti á fall…

Ég þarf svosem ekki að kvarta yfir skorti á fallegu útsýni héðan úr Krummahólunum, en í kringum jól og áramót væri ég samt alveg til í að skipta á því og þessu sem sést hér að ofan:) Annars má lesa nánar um þennan sið hér
Það er í nógu að snúast hjá okkur fyrir jólin, fórum í það í gær að koma pökkum og kortum í póst…alltaf gott þegar það er búið. Svo var mikilvægur leikur hjá Sæba í gær, en hann stýrði liðinu gegn FSU þar sem aðalþjálfari meistaraflokks var í leikbanni. Valur vann 115-105 og mikil gleði með það hér á bæ. Jólamót Ægis var haldið í gær og þar voru bleikjuhóparnir með sundsýningu. Katla stóð sig mjög vel, og var mun öruggari en síðast. Það eru líka ekkert lítil umskipti að koma úr litlu grunnu lauginni sem þau æfa í og í 2 metra djúpa laug. Eftir sýninguna mætti svo jólasveinn á svæðið og gaf öllum krökkunum nammipoka. Við skutumst svo í Smáralind með stelpurnar eftir kvöldmat í gær og keyptum nokkrar jólagjafir sem voru eftir. Þannig að þetta er allt að verða komið hjá okkur, bara lokaspretturinn eftir. Það eru bara 2 dagar eftir í kennslu hjá Kötlu, á miðvikudaginn er engin kennsla fyrir hádegi og jólaball eftir hádegi. Katla ætlar því að koma með mér í vinnuna þann dag, hún fer svo í Álfheima á fimmtudaginn, en á föstudaginn er Sæbi í fríi.
Ég næ því bara ekki alveg hvað það er stutt til jóla, mér finnst eins og ég hafi misst af eins og einni viku einhverstaðar í desember:) En ég ætla nú samt bara að slá þessu upp í kæruleysi og skella mér út að borða og í bíó í kvöld, það freistar mín einhvern vegin meira heldur en að vera heima og klára jólahreingerninguna og ráðast á þvottinn:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: