Ég er í löngu helgarfríi, sem er ekki leiðinlegt. …

Ég er í löngu helgarfríi, sem er ekki leiðinlegt. Dagmamman hennar Heklu skellti sér til útlanda, þannig að við Hekla vorum í fríi í dag og verðum á mánudaginn. Við Hekla og Lísa ákváðum að „kíkja“ í Kringluna í smá jólagjafaleiðangur, en enduðum á því að eyða 5 tímum þar! Við nýttum tímann reyndar nokkuð vel og náðum að kaupa slatta af jólagjöfum. Fengum okkur líka að borða á Café Bleu, bara gott:) Hekla svaf þetta mest allt af sér, hún sofnaði í bílnum á leiðinni í Kringluna þannig að ég lagði hana bara í kerruna þegar við komum þangað og hún svaf í 3 tíma. Annars er planið um helgina að skreyta og jólastússast. Það er jólaföndur í skólanum hjá Kötlu á morgun, þannig að við kíkjum sennilega þangað. Þurfum svo að fara og taka til í geymslunni og grafa upp jólaskrautið. Ætlum að reyna að koma upp allavega nokkrum seríum um helgina:) En ég rakst á ansi skemmtilega bók í Eymundsson í dag, var að leita að the book of bunny suicides, hún var ekki til en fann aðra bók eftir sama höfund. Great lies to tell small kids….fullt af gullkornum í henni..eins og t.d. „Mice collect your dandruff and eat them as cornflakes“ og „Keep a chicken nugget in a shoe box, feed it some water and corn and soon it will grow into a live chicken“ 🙂 En ég ætla að halda áfram að horfa á rauða nefs dagskrána.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: