Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á…



Við óskum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Rakel, Sæbi, Katla Dögg & Hekla Sif

Auglýsingar

Ég þarf svosem ekki að kvarta yfir skorti á fall…

Ég þarf svosem ekki að kvarta yfir skorti á fallegu útsýni héðan úr Krummahólunum, en í kringum jól og áramót væri ég samt alveg til í að skipta á því og þessu sem sést hér að ofan:) Annars má lesa nánar um þennan sið hér
Það er í nógu að snúast hjá okkur fyrir jólin, fórum í það í gær að koma pökkum og kortum í póst…alltaf gott þegar það er búið. Svo var mikilvægur leikur hjá Sæba í gær, en hann stýrði liðinu gegn FSU þar sem aðalþjálfari meistaraflokks var í leikbanni. Valur vann 115-105 og mikil gleði með það hér á bæ. Jólamót Ægis var haldið í gær og þar voru bleikjuhóparnir með sundsýningu. Katla stóð sig mjög vel, og var mun öruggari en síðast. Það eru líka ekkert lítil umskipti að koma úr litlu grunnu lauginni sem þau æfa í og í 2 metra djúpa laug. Eftir sýninguna mætti svo jólasveinn á svæðið og gaf öllum krökkunum nammipoka. Við skutumst svo í Smáralind með stelpurnar eftir kvöldmat í gær og keyptum nokkrar jólagjafir sem voru eftir. Þannig að þetta er allt að verða komið hjá okkur, bara lokaspretturinn eftir. Það eru bara 2 dagar eftir í kennslu hjá Kötlu, á miðvikudaginn er engin kennsla fyrir hádegi og jólaball eftir hádegi. Katla ætlar því að koma með mér í vinnuna þann dag, hún fer svo í Álfheima á fimmtudaginn, en á föstudaginn er Sæbi í fríi.
Ég næ því bara ekki alveg hvað það er stutt til jóla, mér finnst eins og ég hafi misst af eins og einni viku einhverstaðar í desember:) En ég ætla nú samt bara að slá þessu upp í kæruleysi og skella mér út að borða og í bíó í kvöld, það freistar mín einhvern vegin meira heldur en að vera heima og klára jólahreingerninguna og ráðast á þvottinn:)

Karókí fyrir heyrnarlausa:) (Það þarf samt að h…

Karókí fyrir heyrnarlausa:)

(Það þarf samt að hafa kveikt á hátölurunum:)

Ég fór í aðventukransleiðangur í Garðheima í gærk…


Ég fór í aðventukransleiðangur í Garðheima í gærkvöldi. Þegar ég fór að skoða þá mundi ég skyndilega hvað ég var ánægð með aðventukransáfimmmínútum skreytinguna mína í fyrra, þannig að ég ákvað að endurtaka leikinn í ár. Keypti ný kerti og skraut, fór svo í geymsluna og fann plattann frá því í fyrra og skellti þessu saman.
Ekki slæmt þó ég segi sjálf frá:)

Ég er í löngu helgarfríi, sem er ekki leiðinlegt. …

Ég er í löngu helgarfríi, sem er ekki leiðinlegt. Dagmamman hennar Heklu skellti sér til útlanda, þannig að við Hekla vorum í fríi í dag og verðum á mánudaginn. Við Hekla og Lísa ákváðum að „kíkja“ í Kringluna í smá jólagjafaleiðangur, en enduðum á því að eyða 5 tímum þar! Við nýttum tímann reyndar nokkuð vel og náðum að kaupa slatta af jólagjöfum. Fengum okkur líka að borða á Café Bleu, bara gott:) Hekla svaf þetta mest allt af sér, hún sofnaði í bílnum á leiðinni í Kringluna þannig að ég lagði hana bara í kerruna þegar við komum þangað og hún svaf í 3 tíma. Annars er planið um helgina að skreyta og jólastússast. Það er jólaföndur í skólanum hjá Kötlu á morgun, þannig að við kíkjum sennilega þangað. Þurfum svo að fara og taka til í geymslunni og grafa upp jólaskrautið. Ætlum að reyna að koma upp allavega nokkrum seríum um helgina:) En ég rakst á ansi skemmtilega bók í Eymundsson í dag, var að leita að the book of bunny suicides, hún var ekki til en fann aðra bók eftir sama höfund. Great lies to tell small kids….fullt af gullkornum í henni..eins og t.d. „Mice collect your dandruff and eat them as cornflakes“ og „Keep a chicken nugget in a shoe box, feed it some water and corn and soon it will grow into a live chicken“ 🙂 En ég ætla að halda áfram að horfa á rauða nefs dagskrána.