Ég hef ekki farið út úr húsi í dag…og fyrir því …

Ég hef ekki farið út úr húsi í dag…og fyrir því eru nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi veðrið! Í öðru lagi þá er Hekla búin að vera hálfslöpp í dag. Í þriðja lagi þá var ég bíllaus fram eftir degi því að Sæbi fór til Keflavíkur í morgun en 8. flokkurinn hans var að keppa þar (stóðu sig btw með mikilli prýði:)) og í fjórða lagi þá braust hagsýna húsmóðirin fram í mér og ég tók mig til og bjó til fiskbollur og steikti af miklum móð:) Uppskriftin er að sjálfsögðu komin inn á matargatið. Ég gerði þrefalda uppskrift, fínt að eiga í frysti og geta gripið til. Katla er búin að vera að leika við vinkonu sína sem býr hérna á hæðinni fyrir ofan okkur í allan dag. Þær hafa skottast hérna á milli íbúða og það er búið að bjóða vinkonunni í fiskbollur í kvöld:) Annars er nú bara mest lítið að frétta af okkur…skellti mér á Mýrina um daginn og varð ekki fyrir vonbrigðum, fannst hún virkilega góð og vel gerð í alla staði. Myndi segja að það væri kostur að vera búinn að lesa bókina áður en fólk sér myndina. En ég ætla að fara að skella fiskbollunum mínum í poka:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: