Enn ein helgin senn á enda….síðsta vika var vika…

Enn ein helgin senn á enda….síðsta vika var vika símenntunar og af því tilefni var boðið upp á nokkur stutt námskeið og fyrirlestra í vinnunni. Ég fór t.d. á fyrirlesturinn „Að takast á við frestunaráráttu og öðlast framkvæmdagleði“..get alveg sagt það að ég sá sjálfa mig í ýmsu sem þar var fjallað um. Ég var t.d. ekki lengi að greina sjálfa mig sem flökkukind..en samkvæmt þessum fyrirlestri þá er hægt að skipta „fresturum“ í nokkra hópa og flökkukindur eru týpurnar sem vaða úr einu í annað og enda svo á því að koma engu í verk…get tekið dæmi frá sjálfri mér..ef ég ákvæði nú að skúra stofugólfið hjá mér..ætti að vera frekar einfalt og ekki taka mjög langan tíma…ég næ í skúringaáhöld..sé þá að það eru leikföng á gólfinu..fer að týna þau upp…sé þá að ég verð nú að fara að taka til í leikföngunum hennar Heklu..byrja á því..þar leynist dót sem Katla á…fer með það inn til hennar…þar eru föt sem þarf að ganga frá…set þau inn í skáp…man þá að ég ætlaði að vera búin að taka til í fataskápnum hennar fyrir löngu, best að drífa í því…heyrðu þarnan eru buxurnar sem ég ætlaði að festa töluna á..geri það núna..fer og að leyta að nál og tvinna…rekst þá á ógreiddan reikning..best að borga hann á meðan ég man eftir því..opna heimabankann..kíki kannski aðeins á netið í leiðinni…og stofugólfið ennþá óskúrað! Kannski svolítið ýkt dæmi..en ég geri þetta samt alltof oft…týni mér í því að ætla að gera svo margt en enda svo á því að gera ekki neitt. Á föstudaginn var svo kynning á hláturjóga sem var mjög skemmtileg. Ég sá nú ekki alveg fyrir mér í byrjun hvernig þetta ætti að virka, að nota tilbúinn hlátur..en þegar til kom þá voru æfingarnar svo fyndnar að tilbúni hláturinn breyttist fljótt í eðlilegan hlátur…þetta var reyndar alveg stórskemmtilegt, væri meira en til í að prófa þetta aftur. Ein æfingin gekk t.d. út á það að koma ímyndaðri sláttuvél í gang sem gaf frá sér hin undarlegustu hljóð..hún hrökk svo í gang í þriðju tilraun og þá átti maður að byrja að slá..rölta semsagt um gólfið með sláttuvélina sína og hlæja á meðan…en svo úps misstirðu stjórn á sláttuvélinni og hún fór að elta þig…við vorum ca. 20 sem mættum í þetta..allir hlaupandi um gólfið elt af ímyndaðri sláttuvél og hlægjandi eins og vitleysingar….aha…frekar spaugilegt:) Helgin var svo bara mjög fín….veðrið alveg frábært og Katla var meira og minna úti að leika. Sæbi fór til eyja á laugardagsmorguninn…8. flokkurinn var að keppa þar. Gekk ágætlega hjá þeim og gaman fyrir hann að koma til eyja. Við skutluðum honum niður á Hlíðarenda og svo fór ég með stelpurnar í klippingu. Þetta var fyrsta klippingin hennar Heklu og hún gekk bara nokkuð vel:) Við stelpurnar skruppum svo í Smáralind seinni partinn á laugardaginn…kíktum þar á ostadaga og smökkuðum á liggur við hverri einustu ostategund sem var í boði. Hittum líka Óla, pabba hennar Ingu Rutar sem var þar að vinna, gaman að því. Fórum svo í skóleiðangur, en Kötlu vantaði bæði kuldaskó og strigaskó…fórum í Hagkaup og fundum þar fína skó. Rakel viðutan tókst í leiðnni að týna veskinu sínu (ekkert nýtt), áttaði mig á því um leið og ég var kölluð upp til þess að koma fram að þjónustuborði, að ég var ekki með veskið:) Eyddi svo laugardagskvöldinu í rólegheitum og við Katla horfðum á afmælisdagskrána á rúv..sem var bara alveg ágæt nokkur skondin atriði þarna inn á milli. Við tókum svo daginn snemma í dag og drifum okkur út í göngutúr og sund. Vinkona Kötlu kom svo í heimsókn og þær voru úti að leika mestallan tímann sem hún var hjá okkur. Við röltum svo útí búð og komum við á leikskólanum sem er hér rétt hjá í bakaleiðinni. Heklu fannst nú ekki leiðinlegt að fá að rölta þar um og prófa rennibrautirnar og leika sér í sandinum. Hún labbaði svo alla leiðina heim, ekkert smá dugleg. Katla fór á hjólinu, hún er orðin mjög dugleg að hjóla og hjólið er mikið notað þessa dagana. En ég ætla að fara að spjalla við manninn minn sem var að koma heim:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: