Hekla Sif er farin að sofa með bangsa, þessi á …


Hekla Sif er farin að sofa með bangsa, þessi á myndinni er í uppáhaldi hjá henni, gengur undir nafninu „greyið“:) Bara sætt að sjá hana með hann:) Hún var nú ekkert alltof sátt þegar ég var að taka þessar myndir af henni um daginn þegar hún var að fara að sofa. Enginn svefnfriður fyrir þessari myndavélaóðu mömmu.

Auglýsingar

Átti mjög svo góða helgi….við Sæbi fórum á Sálar…

Átti mjög svo góða helgi….við Sæbi fórum á Sálartónleikana á föstudagskvöldið. Ég gaf honum miða á tónleikana í morgungjöf, eða reyndar gaf ég honum heimatilbúið gjafabréf fyrir miðum af því að það var ekki byrjað að selja miða á tónleikana fyrir brúðkaupið. Ég var löngu búin að ákveða að gefa honum þessa miða, ákvað það um leið og ég frétti af þessum tónleikum og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Tónleikarnir voru frábærir!!! Sálin klikkar aldrei og þarna tóku þeir mörg af sínum bestu lögum og að auki frumfluttu þeir tvö lög. Þau lög voru mjög góð, sérstaklega annað þeirra þar sem Stefán og Þóra Gísladóttir (úr Gospelkór Reykjavíkur) syngja dúett. Já, Gospelkór Reykjavíkur var Sálinni til halds og trausts og smellpassaði þarna, ég hef aldrei heyrt í þessum kór áður en fannst hann virkilega góður. Lögin voru sérstaklega útsett með kórinn í huga og tókst það mjög vel (án þess að ég sé einhver sérfræðingur). Stemningin í höllinni var líka frábær. Nú bíð ég bara eftir því að tónleikarnir komi út á DVD svo að ég geti upplifað þá aftur. Það skemmdi heldur ekki fyrir að heyra „lagið okkar“ sem er Okkar nótt flutt live, og halda í höndina á elskunni sinni (smá mushy moment hér), svo margar góðar minningar tengdar þessu lagi:) Eftir tónleikana smelltum við okkur á American style og tókum svo smá rölt um miðbæinn. Katla gisti hjá Orra og skemmti sér vel þar eins og alltaf. Hekla var hjá Sóley og þær stöllur tóku daginn snemma og tóku strætó niður í bæ, gáfu öndunum og fóru í Kolaportið. Sannkölluð ævintýraferð fyrir Heklu, fór í fyrsta sinn í strætó og „bra bra“ slóu í gegn hjá henni, eru í uppáhaldi þessa dagana:) Við buðum svo í grill í gær sem heppnaðist bara vel, ætlunin var að spila líka en við vorum frekar í seinna laginu með matinn þannig að spilin bíða bara betri tíma. Rosalie, vinkona Kötlu kom svo í heimsókn í dag og þær skemmtu sér heldur betur vel, þær höfðu ekki hist frá því að Katla hætti í leikskólanum í sumar og mikill söknuður í gangi. Hekla fékk aðeins að vera með, svona í byrjun en svo fengu þær nóg og skelltu á nefið á henni…hún var að sjálfsögðu ekki sátt við það hehe, þessar litlu systur geta verið erfiðar:)
Ég ætlaði nú að skrifa meira en er að hugsa um að fara að skríða undir sæng í staðinn, þarf víst að mæta í vinnu á morgun…er að venjast þessu:) Læt þetta flakka að lokum.

Það er komið kvöld.
Kertið er að klárast, virðist mér.
Ég er ennþá hér.
Liggðu áfram, losaðu’um,lyngdu aftur augunum.
Ekkert liggur á.
Úti er fönnin köld,
frostið allt og dimmur desember.
Ég er ennþá hér.
Húsið sefur, himnaljós
varpa bjarm’á blómarós.
Ekkert liggur á.
Þett’er okkar nótt
og okkar einu líf.
Ég vil njóta hverrar mínútu með þér.
Ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér.
Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér.
Útilokum allt….alein.
Það er eins og allt
einhvern veginn hefjist hér og nú.
Ástæðan ert þú.
Legðu hönd í lófa minn,
langt í burtu’ er dagurinn.
Ekkert liggur á.
Þett’er okkar nótt
og okkar einu líf.
Ég vil njóta hverrar mínútu með þér.
Ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér.
Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér.
Og ég hugsa ekk’um annað eins og er.
Ég vil njóta hverrar mínútu með þér.
Ég vil hvísla nafnið þitt og hvíla hér.
Sérhvert andartak er eilífð fyrir mér.
Útilokum allt….við ein.

Tár Það vissi ég fyrir löngu síðan að rigningar- …

Tár
Það
vissi ég
fyrir löngu
síðan að rigningar-
droparnir væru tár Guðs.
Hins vegar hafði ég ekki
hugmynd um það fyrr en ég
flutti til Reykjavíkur að
hann væri svona mikil
bölvuð grenju-
skjóða.
(Ásgrímur Ingi Arngrímsson)
Ég stal þessu magnaða ljóði af ónefndu bloggi….á vel við eins og veðrið er þessa dagana:)

Ohh…hvað er málið með þetta word verification dó…

Ohh…hvað er málið með þetta word verification dót??? Nú er blogger kominn með þetta líka, frekar pirrandi! En það sem ég vildi sagt hafa er að nú er fæðingarorlofið mitt á enda, og back to the real world. Byrjaði að vinna á föstudaginn…frekar undarleg tilfinning og tekur smá tíma að koma sér almennilega í gang er ennþá í hálfgerðri aðlögun hehe:) Sæbi er orðinn heimavinnandi húsfaðir í 2 mánuði og ég get ekki annað sagt en að hann ætlar svo sannarlega að standa undir þeim titli….allt skínandi hreint og fínt þegar ég kom heim í dag, þvotturinn samanbrotinn og frágenginn….bíð spennt eftir að koma heim á morgun…kannski verður hann búinn að baka eða láta renna í bað handa mér..hehehe….gæti auðveldlega vanist þessu:)