Ég var að enda við að horfa á Trans America, má se…

Ég var að enda við að horfa á Trans America, má segja að það sé ágætlega við hæfi í ljósi þess að minn tilvonandi eiginmaður spókaði sig í gay pride göngunni í dag í bleikum kjól:) Hann var reyndar ekki að koma út úr skápnum (eða ég vona að minnsta kosti að það fylgi ekki í kjölfarið) heldur var þetta liður í vel heppnaðri (eftir því sem ég hef heyrt) steggjun. Katla Dögg fór með ömmu sinni niður í bæ og sá pabba sinn í dressinu, hún fékk svo að hringja í mig og segja mér frá þessu, hún ætlaði reyndar varla að geta komið upp orði fyrir hlátri…hehe…mamma, veistu hvað..ég sá pabba…hann var í bleikum kjól með spennur í hárinu, með álfkonuvængi og töfrasprota og kórónu!!!! (ég get ekki beðið eftir að sjá myndirnar). Það er annars í nógu að snúast hjá okkur þessa dagana, enda bara vika í stóra daginn! Undirbúningur semsagt í hámarki og svo er líka ýmislegt annað í gangi. Katla orðin læs og Hekla tók fyrstu skrefin um verslunarmannahelgina. Það styttist líka óðum í það að Katla byrji í skólanum, hún er orðin mjög spennt, búin að fá skólatösku og pennaveski og var svo að kaupa meira skóladót í dag með ömmu sinni. Brúðkaupsundirbúningurinn gengur bara nokkuð vel, enda eigum við líka marga góða að sem aðstoða okkur við þetta. Ég fékk reyndar smá hnút í magann um daginn. Mig var farið að lengja eftir því að presturinn hefði samband við okkur og ákvað því að hringja í hann og athuga hvort að hann vildi ekki fara að hitta okkur til þess að fara yfir athöfnina…en fékk þá þau svör að hann væri ekki á landinu og kemur ekki fyrr en 16. ágúst!!! Þetta bjargast nú samt sem betur fer, við spjöllum við hann á fimmtudaginn, æfing á föstudaginn og svo athöfnin á laugardaginn:) Hver veit kannski verðum við Sæbi orðin „gift hjón“ næst þegar ég skrifa hér inn…eins og sagt er í brúðkaupsþættinum Já, finnst þetta alltaf svo fyndin spurning „Og hvernig finnst ykkur svo að vera orðin gift hjón?“. En nóg um það í bili:) Myndin var annars mjög góð, mæli með henni!

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: