Við stelpurnar skruppum í grasagarðinn í da…








Við stelpurnar skruppum í grasagarðinn í dag, ég tók slatta af myndum:)

Auglýsingar

Jæja, þá er ég orðin frú:) Dagurinn okkar var yndi…

Jæja, þá er ég orðin frú:) Dagurinn okkar var yndislegur frá a-ö, veðrið var frábært og allt gekk upp, eða það voru reyndar svona smáatriði sem voru kannski ekki alveg eins og höfðu verið æfð í athöfninni hehe…ekki rétt hönd hér og þar og ég og pabbi gleymdum að heilsa prestinum og svaramönnunum uppi við altarið en þetta er ekkert sem skiptir máli og er bara skemmtilegt eftir á:) Athöfnin var yndisleg, akkúrat eins og við vildum hafa hana…sr. Vigfús var á léttu nótunum og gerði þetta svo skemmtilegt og persónulegt. Söngurinn hjá Steina bróður og Thelmu var yndislegur (fæ bara tár í augun við að hugsa um þetta). Orri og Katla stóðu sig mjög vel í sínum hlutverkum sem blómastelpa og hringaberi. Kötlu var nú aðeins farið að leiðast þegar líða tók á athöfnina og var farin að kasta blómakörfunni upp í loftið og grípa hana aftur og Orra fannst vissara að taka það fram þegar hann kom með hringana að ég ætti að fá þennan minni hehe…mjög fyndið. Hekla Sif og Bjarni Dagur létu líka aðeins í sér heyra svona hér og þar, bara gaman:) Eftir athöfnina drifum við okkur í myndatöku í grasagarðinum, við máttum ekki staldra lengi við fyrir utan kirkjuna af því að það var þéttskipuð dagskrá í kirkjunni, brúðkaup kl 15, 16 og 17! Við vorum svo bara flott á því með tvo ljósmyndara á hælunum í grasagarðinum, pabbi og Steini, vinur hans Tedda sáu um myndatökuna. Við erum búin að fá eitthvað af myndunum frá pabba og það eru margar mjög fínar. Eigum svo eftir að fá myndirnar frá Steina. Svo rétt eftir kl 17 mættum við í veisluna og gestirnir tóku á móti okkur með sápukúlublæstri. Veislan heppnaðist mjög vel, Sóley fór á kostum sem veislustjóri, ég sagði við hana að hún ætti að gerast atvinnu wedding planner hehe en held að hún hafi nú alveg fengið nóg af brúðkaupsundirbúningi í bili:) Maturinn var mjög góður, get gefið Matta kokki mín bestu meðmæli. Það var létt stemning hjá gestunum sýndist okkur og gaman að hitta alla, eftir því sem ég hef heyrt þá skemmti fólk sér mjög vel. Við fengum svo óvænta gjöf frá systkinum Sæba í veislunni sem var söngatriði. Einar, nágranni Bjarna og Erlu söng fyrir okkur 4 lög, Valslagið, Ást við fyrstu sýn, Okkar nótt og Liverpool lagið, bara fyrir Sæba af því að hann er svo mikill Liverpool maður eða þannig:) Virkilega skemmtilegt og óvænt og frábær söngvari þar á ferð. Einar og Þór, frændi Sæba tóku svo Can’t help falling in love, mjög flott hjá þeim. Gestirnir fóru svo að týnast burt um hálftíuleytið, við horfðum á flugeldasýninguna sem var auðvitað sérstaklega okkur til heiðurs og síðustu gestirnir voru að fara um ellefuleytið. Íris skutlaði okkur svo heim með afganginn af gjöfunum en mamma og pabbi höfðu farið með hluta af þeim fyrr um kvöldið. Hérna heima tók á móti okkur skreytt freyðivínsflaska og glös, súkkulaðihúðuð jarðarber og skreytt rúm, tengdamamma og vinkona hennar sáu um þessar skreytingar fyrir okkur, virkilega fallegt hjá þeim. Við skemmtum okkur svo við það að opna allar gjafirnar daginn eftir, biðum eftir að stelpurnar kæmu heima, svo að Katla gæti hjálpað okkur að opna. Við erum nú bara orðlaus yfir öllum gjöfunum sem við fengum, engar smá gjafir og við erum virkilega ánægð með þær allar. Erum svona smátt og smátt að hringja í alla til þess að þakka fyrir en ef einhver af gestunum skyldi lesa þetta þá innilegar þakkir fyrir okkur! Við fengum líka nokkur heillaskeyti og kort sem okkur þykir virkilega vænt um. En fallegasta kveðjan, að öllum öðrum ólöstuðum er þó kveðjan sem Katla skrifaði í gestabókina (án nokkurrar aðstoðar) en hún skrifaði: „Elsku Sævaldur og Rakel ástarhamingju með dæin Katla og Hekla“ Algjör rúsína:) Dagurinn var semsagt yndislegur í alla staði og við svífum ennþá á bleiku skýi:) Vil líka þakka öllum sem hjálpuðu okkur við að gera daginn svona eftirminnilegan og sérstakan, ástarþakkir, kossar og knús til ykkar allra:)

Svo er hverdagslífið tekið við núna, svolítið skrítið eftir allan undirbúninginn. Ég byrja að vinna 1. sept og Katla Dögg er byrja í skólanum á fimmtudaginn, trúi því nú varla ennþá að hún sé að byrja í skóla, en þetta er nú farið að síast inn því að við fórum í viðtal í morgun og hittum kennarann hennar. Okkur leist báðum mjög vel á hana og Katla er orðin spennt fyrir að byrja. Við komumst líka að því að vinkona hennar sem býr hérna á hæðinni fyrir ofan verður í sama bekk, sem er ekki verra:) En ég ætla að fara að reyna að taka til hérna hjá mér og endurskipuleggja aðeins, það liggur við að við þurfum að fá okkur stærri íbúð til þess að koma öllum gjöfunum fyrir:)

Ég ætlaði að skella inn nokkrum myndum, en blogger er ekki til í það, geri það kannski seinna.

Ég er orðin svo kvefuð og hás að með þessu áframha…

Ég er orðin svo kvefuð og hás að með þessu áframhaldi verður það ansi skrækt og mjóróma „já“ sem á eftir að heyrast uppi við altarið á laugardaginn…ef ég á þá eftir að koma upp orði yfirhöfuð! Nú er það bara að bryðja c-vítamín og hella í sig tei og hunangi næstu daga…og pektólínið er ekki alveg að gera sig fyrir mig…mig vantar eitthvað sterkara..held að norskir brjóstsdropar séu málið…Inga Sigga, hvar fæ ég svoleiðis?

Ég var að enda við að horfa á Trans America, má se…

Ég var að enda við að horfa á Trans America, má segja að það sé ágætlega við hæfi í ljósi þess að minn tilvonandi eiginmaður spókaði sig í gay pride göngunni í dag í bleikum kjól:) Hann var reyndar ekki að koma út úr skápnum (eða ég vona að minnsta kosti að það fylgi ekki í kjölfarið) heldur var þetta liður í vel heppnaðri (eftir því sem ég hef heyrt) steggjun. Katla Dögg fór með ömmu sinni niður í bæ og sá pabba sinn í dressinu, hún fékk svo að hringja í mig og segja mér frá þessu, hún ætlaði reyndar varla að geta komið upp orði fyrir hlátri…hehe…mamma, veistu hvað..ég sá pabba…hann var í bleikum kjól með spennur í hárinu, með álfkonuvængi og töfrasprota og kórónu!!!! (ég get ekki beðið eftir að sjá myndirnar). Það er annars í nógu að snúast hjá okkur þessa dagana, enda bara vika í stóra daginn! Undirbúningur semsagt í hámarki og svo er líka ýmislegt annað í gangi. Katla orðin læs og Hekla tók fyrstu skrefin um verslunarmannahelgina. Það styttist líka óðum í það að Katla byrji í skólanum, hún er orðin mjög spennt, búin að fá skólatösku og pennaveski og var svo að kaupa meira skóladót í dag með ömmu sinni. Brúðkaupsundirbúningurinn gengur bara nokkuð vel, enda eigum við líka marga góða að sem aðstoða okkur við þetta. Ég fékk reyndar smá hnút í magann um daginn. Mig var farið að lengja eftir því að presturinn hefði samband við okkur og ákvað því að hringja í hann og athuga hvort að hann vildi ekki fara að hitta okkur til þess að fara yfir athöfnina…en fékk þá þau svör að hann væri ekki á landinu og kemur ekki fyrr en 16. ágúst!!! Þetta bjargast nú samt sem betur fer, við spjöllum við hann á fimmtudaginn, æfing á föstudaginn og svo athöfnin á laugardaginn:) Hver veit kannski verðum við Sæbi orðin „gift hjón“ næst þegar ég skrifa hér inn…eins og sagt er í brúðkaupsþættinum Já, finnst þetta alltaf svo fyndin spurning „Og hvernig finnst ykkur svo að vera orðin gift hjón?“. En nóg um það í bili:) Myndin var annars mjög góð, mæli með henni!