Minnsti fjölskyldumeðlimurinn er farin að vakna f…


Minnsti fjölskyldumeðlimurinn er farin að vakna fullsnemma fyrir minn smekk…Hekla var vön að vakna svona um hálfáttaleytið en það hefur verið að breytast með hækkandi sól. Undanfarnar vikur hefur hún verið að vakna um kl. sjö..svo færði hún sig til hálfsjö…og í morgun vaknaði hún kl. sex!…*geisp* Hún er að sjálfsögðu morgunhress með eindæmum og það er varla annað hægt en að vera það líka þegar þessi sjón er það fyrsta sem mætir manni á morgnana:)

Auglýsingar

Jæja, hef ekki gefið mér tíma til að blogga síðust…

Jæja, hef ekki gefið mér tíma til að blogga síðustu daga þar sem við höfum haft í nógu að snúast. En við komum heim frá Sigló á þriðjudaginn…ferðalagið gekk vel, gerðum smá stopp hjá Ingu Siggu, mjög gaman að hitta þau eins og alltaf. Svo kom Sæbi heim frá USA á miðvikudagsmorgun…hann skemmti sér mjög vel, var ánægður með námskeiðið, gaman að sjá spilavítin og alla geðveikina í Vegas, gerði margt skemmtilegt í New York og tapaði sér aðeins í búðunum:) Keypti sér m.a. tvenn jakkaföt þannig að hann er í fínum málum fyrir brúðkaupið. Svo má ég nú til með að monta mig aðeins af honum af því að þegar við komum heim þá beið bréf í póstkassanum þess efnis að honum hefði verið veitt silfurmerki Vals fyrir vel unnin störf í þágu félagsins, hann á þetta svo sannarlega skilið og frábært að fá svona viðurkenningu. En það beið fleira skemmtilegt eftir okkur í póstkassanum því að á fimmtudeginum var Kötlu, ásamt öðrum 6 ára, tilvonandi nemendum í Hólabrekkuskóla boðið að koma í heimsókn í skólann. Við vorum virkilega ánægð með þetta, hún var búin að fara í heimsókn með leikskólanum að skoða Breiðholtsskóla og fannst það mjög skemmtilegt. En þar sem hún kemur ekki til með að fara þangað í haust þá var þetta mjög skemmtilegt fyrir hana og alveg nauðsynlegt að kynnast sínum skóla og hitta tilvonandi bekkjarfélaga sína. Þegar við mættum þá var búið að skipta krökkunum niður í stofur og þangað fóru þau með sínum kennurum. Á meðan fóru foreldrarnir í sal og fengu kynningu á skólanum og starfinu. Svo komu frímínútur og fóru foreldrar með börnunum út á leiksvæðið. Eftir frímínúturnar var nestistími hjá börnunum og foreldrarnir fóru aftur í sal og okkur var boðið upp á þessar fínu veitingar. Að lokum var áframhaldandi kynning á skólanum og frístundaheimilinu Álfheimum. Mér leist mjög vel á þetta allt saman og Kötlu líka. Svo í gær þá var uppskeruhátíð hjá Haukum, Sæbi var að vinna en við Katla fórum. Byrjuðum á því að skutla Heklu í pössun til Sóleyjar af því að svo vorum við að fara beint í Borgarleikhúsið að sjá Ronju ræningjadóttur. Fyrst voru leiktæki og sprikl fyrir krakkana í salnum og svo voru veittar viðurkenningar. Það fengu allir iðkendur verðlaunapening með þökkum fyrir veturinn og svo voru veitt verðlaun í eldri flokkunum. Eftir það voru grillaðar pylsur í boði og við gripum með okkur pylsu og drifum okkur svo í leikhúsið. Lentum í smá veseni með að finna stæði en það reddaðist og við náðum á réttum tíma á sýninguna og hittum þar fyrir Erlu og Orra. Sýningin var alveg frábær í alla staði. Við Erla skemmtum okkur ekki síður en krakkarnir. Eggert Þorleifsson fór á kostum í hlutverki Skalla-Péturs og Laddi var góður sem Matthías ræningjaforingi. Enduðum svo daginn á Eurovision. Ég er ekkert smá ánægð með Finnana, svona á að gera þetta, þeim hefur alltaf gengið hörmulega í keppninni og taka þetta svo með trompi núna! Ég hélt með þeim fyrst að Silvía komst ekki áfram, og lagið er bara virkilega flott! Ég væri alveg til í að sjá hvernig þeir líta út á bak við grímurnar en mér skilst að þeir komi aldrei fram öðruvísi. Ég rakst á þessa mynd á barnalandi í gær…hehehe…fannst þetta algjör snilld….að á bak við grímuna væri þessi afalegi kall..en svo er þetta víst bara einhver finnskur gamanleikari þarna á myndinni:)

SÚKKULAÐIALDUR ÞINN Konur segja oft rangt til u…

SÚKKULAÐIALDUR ÞINN

Konur segja oft rangt til um aldur —
en súkkulaðialdurinn lýgur ekki! Það
sannast hér með.

Ekki svindla með því að kíkja neðst —
þetta tekur bara mínútu, þú svarar
jafnóðum og þú lest. Þetta er ekki
tímaeyðsla, heldur bara gaman!

Ég ráðlegg þér þó að hafa reiknivél og
nota hana jafnóðum.

1. Veldu tölu fyrir þau skipti vikunnar
sem þig langar í súkkulaði (oftar en
einu sinni en þó sjaldnar en 10 sinnum)

2. Margfaldaðu þessa tölu með 2

3. Bættu við 5

4. Margfaldaðu þetta með 50 — ég bíð
meðan þú sækir vasareikninn, ef þú ert
ekki með hann nú þegar

5. Ef þú ert búin að eiga afmæli á
þessu ári bætirðu við 1756 ….
Ef ekki bættu þá við 1755.

6. Dragðu nú frá þessari tölu ártalið
sem þú fæddist (fullt fjögurra stafa
ártal)
Þú ættir að fá þriggja stafa tölu

Fyrsta talan er sú tala sem þú valdir
fyrst yfir þau skipti vikunnar sem þig
langar í súkkulaði.

Næstu tvær tölur eru ….

ALDUR ÞINN (JÚ, VÍST !!!!)
ÞETTA MUN VERA EINA ÁRIÐ (2006) SEM
ÞESSI REIKNIKÚNST GENGUR UPP MEÐ ÞESSUM
HÆTTI.

Þetta virkaði hjá mér…ég fékk út 1027…sem segir að mig langar OFT í súkkulaði og ég er víst 27 ára í nokkra daga í viðbót. En talandi um aldur þá skruppum við Katla í sund áðan og ég segi að hún sé 6 ára og spyr hvort að ég eigi þá ekki að borga fyrir hana, jú er svarið…og svo kemur:

-En þú?

-Ha?

-Ert þú orðin fullorðin?

-Eh…já…ætli það megi ekki segja það:)

Var nú ekkert að slengja því fram að ég væri að nálgast þrítugt..hehe…einhverntíma hefði ég sennilega móðgast…en ekki lengur…fínt að vera ungleg:)

Sæbi er kominn til Vegas…*öfund*…er búin að heyra nokkrum sinnum í honum í gegnum sms…geggjað hótel sem þeir eru á og rugl spilavíti þarna að sjálfsögðu….sé fyrir mér að hann komi bláfátækur heim…hehe…búinn að eyða aleigunni í spilavítunum…úps…öfunda hann reyndar ekki af hitanum því að það var 39C hjá honum í dag *bráðn*. Við skvísurnar skelltum okkur hinsvegar á Sigló á meðan, og höfum það að sjálfsögðu náðugt hér eins og alltaf:)