Verkfæri eru best ný en vinátta er best gömul. Þe…

Verkfæri eru best ný en vinátta er best gömul. Þetta er málshátturinn sem ég fékk í ár. Mikið til í þessu finnst mér. Annars hef ég ekki mikinn tíma til að blogga eins og er. Bara rétt að detta inn hér. Við höfðum það gott í hólminum um páskana, fyrir utan ælupest sem herjaði á hluta af mannskapnum. Ég og Hekla erum bara heimavið í dag, Bjarni Dagur er í pössun hjá okkur í dag og á föstudaginn. Þau frændsystkinin eru núna sofandi úti á svölum þannig að ég fæ smá pásu á meðan:) Annars hef ég nú ekkert þurft að hafa mikið fyrir þeim í morgun. Við Hekla áttum svo að fara á námskeiðið klukkan 12, Sæbi ætlaði að skjótast heim í hádeginu á meðan. En svo var hringt frá Leikhöllinni og tíminn fellur niður í dag vegna veikinda kennarans. Hentaði okkur reyndar ágætlega. En mér heyrist Hekla vera vöknuð…meira síðar:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: