Mig langar til þess að vekja athygli á þessari síð…

Mig langar til þess að vekja athygli á þessari síðu. Þarna hef ég verið að fyljgast með lítilli hetju sem heitir Bryndís Eva og berst fyrir lífi sínu. Síðuna fann ég í gegnum barnaland og hef kíkt á hana á hverjum degi síðan. Það er alltaf jafn hræðilegt þegar svona litlar manneskjur þurfa að ganga í gegnum svona mikla erfiðleika. Ég dáist líka að því hvað foreldrar hennar eru sterk og dugleg. Maður fær líka smá innsýn í það hvernig það er að vera inni á spítala með veikt barn. Eða eins og segir í síðustu færslunni á síðunni „Fólk úti í hinu eðlilega lífi hefur ekki hugmynd um hvernig spítalalífið gengur fyrir sig. Það hefur ekki hugmynd um hvernig aðstæður eru. Jafnvel heldur fólk að heilbrigðiskerfið okkar Íslendinga og tæknin og allt heila klabbið sé svo fullkomið.“ Ég er svo heppin að vera ein af þessu fólki sem hefur ekki kynnst þessu af eigin raun og satt best að segja hélt ég að íslenska heilbrigðiskerfið væri betra en þarna er líst. Það verður víst fjallað um þessi mál í Kompási á stöð 2 og NFS í kvöld, ég ætla að horfa.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: