Sápuóperur eru merkilegt fyrirbæri. Var að horfa …

Sápuóperur eru merkilegt fyrirbæri. Var að horfa á Ísland í bítið og þar var verið að tilkynna að stöð 2 ætlar að spóla áfram um 3 ár í Bold and the beautiful. Framleiðendur þáttanna gerðu víst þessa kröfu þar sem stöð 2 er 5 árum á eftir í sýningu þáttanna. Þeir verða semsagt ennþá 2 árum á eftir þrátt fyrir þessa hraðspólun…hehe..mér finnst þetta algjör snilld…fólk getur svo hringt í þá og fengið sent ágrip af því sem gerðist í þáttunum á þessum 3 árum í pósti eða tölvupósti:) Ef þetta er ekki sápa í hnotskurn þá veit ég ekki hvað það er…þú missir af 3 ÁRUM af þáttunum og færð sent smá e-mail…efast um að þetta sé meira en svona hálf blaðsíða hehe…og voila…það er eins og þú hafir ekki misst af neinu!
Mér finnst nú að rúv mætti taka þá til fyrirmyndar og spóla aðeins áfram í Guiding light..tók eftir því um daginn þegar ég horfði á minn árlega þátt (já ég horfi á ca. 1-2 þætti á ári svona rétt til að fylgjast með) að þættirnir sem rúv er að sýna um þessar mundir eru frá 1995! Það er nú reyndar ekki svo skrítið þar sem að þessir þættir eru víst elsta sápuópera í heimi og hófu göngu sína í útvarpi árið 1937. Nei, sápur eru ekki sérlegt áhugamál mitt en ég fékk spurningu um þetta í trivial einhverntíma og fannst þetta svo skondið…man þetta þessvegna:) Annars er eina sápan sem ég hef virkilega fylgst með Nágrannar…fylgdist með þeim í þónokkuð mörg ár og væri eflaust ennþá að horfa ef ég væri með stöð 2. En mér finnst þetta algjör snilld…það mætti alveg bjóða upp á þessa þjónustu fyrir önnum kafið fólk sem hefur ekki tíma til að fylgjast með uppáhaldsþáttunum sínum..fá bara sent ágrip í tölvupósti af og til og málunum reddað:)

Auglýsingar

Speki dagsins…. Your Fortune Is To make a long …

Speki dagsins….

Your Fortune Is

To make a long story short, don’t tell it.
The Wacky Fortune Cookie Generator

Mig langar til þess að vekja athygli á þessari síð…

Mig langar til þess að vekja athygli á þessari síðu. Þarna hef ég verið að fyljgast með lítilli hetju sem heitir Bryndís Eva og berst fyrir lífi sínu. Síðuna fann ég í gegnum barnaland og hef kíkt á hana á hverjum degi síðan. Það er alltaf jafn hræðilegt þegar svona litlar manneskjur þurfa að ganga í gegnum svona mikla erfiðleika. Ég dáist líka að því hvað foreldrar hennar eru sterk og dugleg. Maður fær líka smá innsýn í það hvernig það er að vera inni á spítala með veikt barn. Eða eins og segir í síðustu færslunni á síðunni „Fólk úti í hinu eðlilega lífi hefur ekki hugmynd um hvernig spítalalífið gengur fyrir sig. Það hefur ekki hugmynd um hvernig aðstæður eru. Jafnvel heldur fólk að heilbrigðiskerfið okkar Íslendinga og tæknin og allt heila klabbið sé svo fullkomið.“ Ég er svo heppin að vera ein af þessu fólki sem hefur ekki kynnst þessu af eigin raun og satt best að segja hélt ég að íslenska heilbrigðiskerfið væri betra en þarna er líst. Það verður víst fjallað um þessi mál í Kompási á stöð 2 og NFS í kvöld, ég ætla að horfa.