Ég hef verið eitthvað löt við að blogga að undanfö…

Ég hef verið eitthvað löt við að blogga að undanförnu…bæti aðeins úr því núna. Við fórum í sumarbústað um helgina. Það er alltaf jafn ljúft. Við lögðum af stað fljótlega eftir hádegið á föstudaginn…höfðum viðkomu í Bónus og keyptum alltof mikið..komum samt ekki með mikið til baka…einkennilegt hvað maður er alltaf svangur í sumarbústað:) Við vorum svo komin á leiðarenda um fjögurleytið…fórum þá bara að koma dótinu fyrir og kíkja á pottinn. Svo grilluðum við svínakjöt í kvöldmatinn…alveg frábært að fá grillmat…smá svona forsmekkur að sumrinu. Ég kíkti svo í gestabókina…sá þá að ég hafði einmitt verið fyrst til að skrifa í hana en við vorum í þessum bústað í viku sumarið 2004. Ég hafði skrifað litlar 4 síður um dvöl okkar þar og einhver af gestunum sem komu á eftir okkur hafði gefið mér nafnbótina „Ragga ritgerð“ fyrir vikið..bara gaman að því:) Tek það fram að ég hef aldrei verið kölluð Ragga. Sæbi og Katla skelltu sér svo smástund í pottinn eftir að Latibær var búinn og svo fóru stelpurnar í rúmið. Við Sæbi fórum aðeins í pottinn eftir að þær voru sofnaðar og komst ég þá að því að ég er með alveg rosalega lítið hjarta…það er náttúrlega alveg svartamyrkur þarna í sveitinni og við vorum ekki búin að sjá merki þess að neitt fólk væri í næstu bústöðum en svo keyrir bíll framhjá og allt í lagi með það…nema hvað að þessi bíll kemur svo aftur og stoppar við bústaðinn okkar og ég varð bara dauðskelkuð..veit ekki hvað ég hélt að væri í gangi en ég flýtti mér uppúr pottinum og rauk inn í bústað hehe..bara með hjartslátt og læti…Sæbi kom svo á eftir og þá kom í ljós að þetta var ungt par á ferð sem var að fara að heimsækja vinafólk sitt þarna en fundu ekki bústaðinn…og síminn þeirra var orðinn batteríslaus þannig að þau fengu að hringja hjá okkur sem var sjálfsagt mál…en vá hvað mér brá! Bjarni, Erla og strákarnir og Sóley komu svo á laugardeginum og voru fram á sunnudag. Alveg frábær og endurnærandi helgi. Ég átti svo alltaf eftir að segja frá því að mér tókst loksins að velja á milli kjólanna sem ég var búin að vera að skoða á e-bay og bauð í einn og fékk hann!! Er mjög spennt..vona að hann passi og að ég verði ánægð með hann…mér finnst hann geggjaður á myndunum þannig að ég vona bara að hann standi undir væntingum. Svo kíkti ég í Smáralind í dag (og nei ég er ekki alltaf í Smáralind þó að það mætti halda það miðað við þessar síðustu færslur), fór nú aðallega til þess að kaupa afmælisgjöf handa Bjarna Degi sem er að verða eins árs! En fór svo að skoða skó í Hagkaup og fann þessa fínu hvítu skó með smá hæl og bara mjög flottir og kostuðu heilar 750 kr. ekki slæmt. Svo tókst mér að gleyma veskinu mínu í Smáralind..ekki í fyrsta skipti sem ég gleymi veskinu einhversstaðar og pottþétt ekki í það síðasta. Ég settist í sófa fyrir utan Hagkaup og var að gefa Heklu að drekka og klæða hana og var svo að verða of sein að sækja Kötlu í leikskólann, greip Heklu og pokana og var svo komin vel af stað þegar ég fattaði að ég hafði gleymt veskinu. Sneri við…flýtti mér að sófanum..ekkert veski þar..þannig að ég fór inn í Hagkaup og spurðist fyrir á þjónustuborðinu og jú einhver hafði skilað veskinu þangað:) Sem betur fer er til heiðarlegt fólk því að það var allt á sínum stað. Það voru reyndar ekki miklir peningar í veskinu en debetkortið mitt og vísakort og fullt af persónulegu dóti sem ég hefði ekki viljað týna. Þannig að þetta blessaðist allt saman. Var aðeins of sein að sækja Kötlu og Rosalie vinkona hennar kom með okkur…brunuðum svo Hafnarfjörð á körfuboltaæfingu og stelpurnar skemmtu sér vel og við Hekla Sif horfðum á. Það er svo gaman að fylgjast með henni þessa dagana…svo margt að gerast hjá henni…er mikið að æfa röddina hehe…vakti nokkrar athygli og uppskar mikið af brosum í búðarferðinni í dag. Svo er hún farin að geta setið óstudd smástund í einu…hún er svo fljót að stækka…verður einmitt 6 mánaða á morgun:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: