Ég eyddi deginum að mestu í stefnulaust búðarrölt….

Ég eyddi deginum að mestu í stefnulaust búðarrölt…ætlaði rétt að kíkja í Smáralind eftir hádegið, aðallega til þess að athuga með Sollu stirðu búning handa Kötlu. Hún bað nefnilega um að fá Sollu stirðu búning sem verðlaun ef hún stendur sig vel í orkuátakinu (sem allt stefnir í að hún geri). Ég semsagt kíkti á þessa búninga í Hagkaup og í fyrsta lagi voru þeir búnir í hennar stærð og í öðru lagi finnst mér þetta nú frekar dýrt fyrir ekki vandaðri búninga en þetta. Hugsa að ég reyni frekar að kaupa búning handa henni á e-bay, það er að segja ef þeir eru eitthvað ódýrari þar…á eftir að athuga það. En allavega…fyrst að ég var nú komin á staðinn þá ákvað ég að kíkja í nokkrar fleiri búðir:) Sem endaði með því ég var búin að þræða nánast allar búðirnar í Smáralindinni…gerði reyndar ágætist kaup..keypti mér mjög flottan topp í Zöru á heilar 400 kr. og líka svartar „ermar“. Keypti líka náttföt á Kötlu í Baby Sam..vissi nú reyndar ekki að það fengjust svo stórar stærðir þar..hélt að þau væru bara með föt upp í ca. 3 ára.
Rölti svo inn í söstrene Grene og fann þar sætar skálar og fleira smádót. Heklu Sif leiddist þetta nú bara alls ekki…skemmti sér bara ágætlega, enda hefði ég nú heldur ekki nennt þessu ef hún hefði verið eitthvað ósátt. Af brúðkaupsundirbúningi er það að frétta að það svona smá mjakast áfram…búið að bóka prestinn, kirkjuna og veislustjóra…eigum ennþá eftir að finna sal….er nú orðin pínu stressuð yfir því, vona að það verði ekki allt orðið upppantað…en við erum að vinna í þessu. Svo erum við líklega komin með undirleikara í kirkjuna. Ég er ennþá á kafi í því að skoða kjóla á e-bay…var farin að spá alvarlega í að bjóða í einn, en fann svo annan sem mér líst líka rosalega vel á..sá kjóll er reyndar allt öðruvísi og ekki beint í þeim stíl sem ég var búin að hugsa mér en samt mjög flottur…decisions..decisions..og ekki hjálpar það að ég þjáist af valkvíða á háu stigi!

Færðu inn athugasemd