Bolla bolla!! Við vöknuðum við bolludagsflengingu …

Bolla bolla!! Við vöknuðum við bolludagsflengingu frá Kötlu í morgun hehe og óskir um „gleðilegan bolludag“..algjör rúsína:) Annars vorum við nú með bollukaffið í gær..mjög gott…og ég kláraði svo síðustu 2 bollurnar áðan…algjör óþarfi að láta þær skemmast:) Ég ætla svo að vera þjóðleg á morgun og elda saltkjöt og baunir í fyrsta skiptið. Hef einhvern vegin aldrei nennt að elda þetta sjálf áður (þó að það sé nú ekki flókið) af því að ég hef alltaf fengið saltkjöt í vinnunni, Sæbi líka í vinnunni hjá sér og Katla í leikskólanum, þannig að það hefur nú ekki verið mikill tilgangur með því að vera að hafa þetta heima líka. En nú verð ég bara að standa mig sem heimavinnandi húsmóðir og redda þessu sjálf. Hlakka reyndar til, mér finnst saltkjöt og baunir mjög góður matur. Ég fór svo loksins í bíó í gær, kominn tími til,hafði ekki farið síðan í júlí, held að það sé nú bara persónulegt met. Við Lísa skelltum okkur á Casanova, mæli 100% með henni, mjög skemmtileg og flott mynd! Heath Ledger er líka fantagóður leikari, er alltaf að sjá það betur og betur.

Auglýsingar

BLUE You give your love and friendship uncon…

BLUE


You give your love and friendship unconditionaly. You enjoy long, thoughtful conversations rich in philosophy and spirituality. You are very loyal and intuitive.


Find out your color at Quiz Me!

Ég hef verið eitthvað löt við að blogga að undanfö…

Ég hef verið eitthvað löt við að blogga að undanförnu…bæti aðeins úr því núna. Við fórum í sumarbústað um helgina. Það er alltaf jafn ljúft. Við lögðum af stað fljótlega eftir hádegið á föstudaginn…höfðum viðkomu í Bónus og keyptum alltof mikið..komum samt ekki með mikið til baka…einkennilegt hvað maður er alltaf svangur í sumarbústað:) Við vorum svo komin á leiðarenda um fjögurleytið…fórum þá bara að koma dótinu fyrir og kíkja á pottinn. Svo grilluðum við svínakjöt í kvöldmatinn…alveg frábært að fá grillmat…smá svona forsmekkur að sumrinu. Ég kíkti svo í gestabókina…sá þá að ég hafði einmitt verið fyrst til að skrifa í hana en við vorum í þessum bústað í viku sumarið 2004. Ég hafði skrifað litlar 4 síður um dvöl okkar þar og einhver af gestunum sem komu á eftir okkur hafði gefið mér nafnbótina „Ragga ritgerð“ fyrir vikið..bara gaman að því:) Tek það fram að ég hef aldrei verið kölluð Ragga. Sæbi og Katla skelltu sér svo smástund í pottinn eftir að Latibær var búinn og svo fóru stelpurnar í rúmið. Við Sæbi fórum aðeins í pottinn eftir að þær voru sofnaðar og komst ég þá að því að ég er með alveg rosalega lítið hjarta…það er náttúrlega alveg svartamyrkur þarna í sveitinni og við vorum ekki búin að sjá merki þess að neitt fólk væri í næstu bústöðum en svo keyrir bíll framhjá og allt í lagi með það…nema hvað að þessi bíll kemur svo aftur og stoppar við bústaðinn okkar og ég varð bara dauðskelkuð..veit ekki hvað ég hélt að væri í gangi en ég flýtti mér uppúr pottinum og rauk inn í bústað hehe..bara með hjartslátt og læti…Sæbi kom svo á eftir og þá kom í ljós að þetta var ungt par á ferð sem var að fara að heimsækja vinafólk sitt þarna en fundu ekki bústaðinn…og síminn þeirra var orðinn batteríslaus þannig að þau fengu að hringja hjá okkur sem var sjálfsagt mál…en vá hvað mér brá! Bjarni, Erla og strákarnir og Sóley komu svo á laugardeginum og voru fram á sunnudag. Alveg frábær og endurnærandi helgi. Ég átti svo alltaf eftir að segja frá því að mér tókst loksins að velja á milli kjólanna sem ég var búin að vera að skoða á e-bay og bauð í einn og fékk hann!! Er mjög spennt..vona að hann passi og að ég verði ánægð með hann…mér finnst hann geggjaður á myndunum þannig að ég vona bara að hann standi undir væntingum. Svo kíkti ég í Smáralind í dag (og nei ég er ekki alltaf í Smáralind þó að það mætti halda það miðað við þessar síðustu færslur), fór nú aðallega til þess að kaupa afmælisgjöf handa Bjarna Degi sem er að verða eins árs! En fór svo að skoða skó í Hagkaup og fann þessa fínu hvítu skó með smá hæl og bara mjög flottir og kostuðu heilar 750 kr. ekki slæmt. Svo tókst mér að gleyma veskinu mínu í Smáralind..ekki í fyrsta skipti sem ég gleymi veskinu einhversstaðar og pottþétt ekki í það síðasta. Ég settist í sófa fyrir utan Hagkaup og var að gefa Heklu að drekka og klæða hana og var svo að verða of sein að sækja Kötlu í leikskólann, greip Heklu og pokana og var svo komin vel af stað þegar ég fattaði að ég hafði gleymt veskinu. Sneri við…flýtti mér að sófanum..ekkert veski þar..þannig að ég fór inn í Hagkaup og spurðist fyrir á þjónustuborðinu og jú einhver hafði skilað veskinu þangað:) Sem betur fer er til heiðarlegt fólk því að það var allt á sínum stað. Það voru reyndar ekki miklir peningar í veskinu en debetkortið mitt og vísakort og fullt af persónulegu dóti sem ég hefði ekki viljað týna. Þannig að þetta blessaðist allt saman. Var aðeins of sein að sækja Kötlu og Rosalie vinkona hennar kom með okkur…brunuðum svo Hafnarfjörð á körfuboltaæfingu og stelpurnar skemmtu sér vel og við Hekla Sif horfðum á. Það er svo gaman að fylgjast með henni þessa dagana…svo margt að gerast hjá henni…er mikið að æfa röddina hehe…vakti nokkrar athygli og uppskar mikið af brosum í búðarferðinni í dag. Svo er hún farin að geta setið óstudd smástund í einu…hún er svo fljót að stækka…verður einmitt 6 mánaða á morgun:)

Ég eyddi deginum að mestu í stefnulaust búðarrölt….

Ég eyddi deginum að mestu í stefnulaust búðarrölt…ætlaði rétt að kíkja í Smáralind eftir hádegið, aðallega til þess að athuga með Sollu stirðu búning handa Kötlu. Hún bað nefnilega um að fá Sollu stirðu búning sem verðlaun ef hún stendur sig vel í orkuátakinu (sem allt stefnir í að hún geri). Ég semsagt kíkti á þessa búninga í Hagkaup og í fyrsta lagi voru þeir búnir í hennar stærð og í öðru lagi finnst mér þetta nú frekar dýrt fyrir ekki vandaðri búninga en þetta. Hugsa að ég reyni frekar að kaupa búning handa henni á e-bay, það er að segja ef þeir eru eitthvað ódýrari þar…á eftir að athuga það. En allavega…fyrst að ég var nú komin á staðinn þá ákvað ég að kíkja í nokkrar fleiri búðir:) Sem endaði með því ég var búin að þræða nánast allar búðirnar í Smáralindinni…gerði reyndar ágætist kaup..keypti mér mjög flottan topp í Zöru á heilar 400 kr. og líka svartar „ermar“. Keypti líka náttföt á Kötlu í Baby Sam..vissi nú reyndar ekki að það fengjust svo stórar stærðir þar..hélt að þau væru bara með föt upp í ca. 3 ára.
Rölti svo inn í söstrene Grene og fann þar sætar skálar og fleira smádót. Heklu Sif leiddist þetta nú bara alls ekki…skemmti sér bara ágætlega, enda hefði ég nú heldur ekki nennt þessu ef hún hefði verið eitthvað ósátt. Af brúðkaupsundirbúningi er það að frétta að það svona smá mjakast áfram…búið að bóka prestinn, kirkjuna og veislustjóra…eigum ennþá eftir að finna sal….er nú orðin pínu stressuð yfir því, vona að það verði ekki allt orðið upppantað…en við erum að vinna í þessu. Svo erum við líklega komin með undirleikara í kirkjuna. Ég er ennþá á kafi í því að skoða kjóla á e-bay…var farin að spá alvarlega í að bjóða í einn, en fann svo annan sem mér líst líka rosalega vel á..sá kjóll er reyndar allt öðruvísi og ekki beint í þeim stíl sem ég var búin að hugsa mér en samt mjög flottur…decisions..decisions..og ekki hjálpar það að ég þjáist af valkvíða á háu stigi!

Nokkuð góður þessi:) Í ÍÞRÓTTASALNUM Um síðustu…

Nokkuð góður þessi:)

Í ÍÞRÓTTASALNUM

Um síðustu jól gaf konan mín mér vikukort í einkatímum í
heilsuræktarstöð. Þó ég væri enn í frábæru formi frá því að ég var í
skólaskákliðinu ! Þá ákvað ég nú að það væri ekkert svo slæm hugmynd að
prófa þetta. Ég hringdi inn og staðfesti tíma með einhverri kallaðri
Tanya, sem sagðist vera 26 ára eróbikkennari og íþróttafatamódel. Konan
mín virtist mjög ánægð með það hve mikinn áhuga ég hafði á því að byrja.

Dagur eitt
Þau ráðlögðu mér að halda þessa „æfingar dagbók“
til að skrá árangur minn þessa vikuna. Byrjaði
morguninn klukkan 7:00. Erfitt að koma sér á fætur,
en vel þess virði.
Þegar ég mætti á heilsuræktarstöðina beið Tanya
eftir mér. Hún er nokkurs konar gyðja, með ljóst
hár og töfrandi hvítt bros. Hún sýndi mér tækin og
tók svo af mér púlsinn eftir fimm mínútur á
göngubeltinu. Henni sýndist dálítið brugðið við
því hversu hár hann var, en ég held að hafa staðið við
hliðina á henni hafi bætt við tíu stigum. Naut
þess að horfa á eróbiktímann. Tanya var
mjög hvetjandi þegar ég gerði magaæfingarnar,
þó að mig hafi byrjað verkja fyrr á því að halda
vömbinni inni allan tímann sem ég var að tala við hana.
Þetta verður FRÁBÆRT.

Dagur tvö
Það tók mig tvo lítra af kaffi til þess að komast
í gegnum útihurðina, en ég hafði það niður á stöð.
Tanya lét mig leggjast á bakið og lyfta þessari
þungu járnslá upp í loftið. Síðan setti hún lóð
á hana, í Jesú nafni ! Fæturnir voru
dálítið óstöðugir á göngubeltinu, en ég náði
heilum kílómetra. Brosið hennar gerði það þess virði.
Mér líður FRÁBÆRLEGA í vöðvunum.

Dagur þrjú
Eina leiðin fyrir mig að bursta tennurnar er með
því að leggja burstann á vaskinn og hreyfa munninn
fram og aftur ofan á honum. Ég er viss um að ég
hafi fengið tvöfalt kviðslit. Það var í lagi að
keyra, svo lengi sem ég reyndi ekki að stýra.
Lagði ofan á Bjöllu. Tanya var dálítið óþolinmóð
við mig og sagði að öskrin í mér trufluðu hina
meðlimina. Göngubeltið gaf mér brjóstverki,
svo ég reyndi Stiga Skrímslið. Því ætti einhver
að vera að búa til vél sem hermir eftir aðgerð
sem varð úrelt við uppfinningu lyftunnar?
Tanya sagði mér að reglulegar æfingar myndu auka
lífsmöguleika mína. Ég gæti ekki ímyndað mér nokkuð verra.

Dagur 4
Tanya beið eftir mér með, það glitti í
vampýrutennurnar hennar. Ég get ekki að því gert
að ég var klukkutíma of seinn. Það tók mig það
langan tíma bara að reima skóna mína. Hún vildi
að ég færi að lyfta lóðum. Ekki sjéns,Tanya.
Ég faldi mig inní karlaklefanum þangað til
hún sendi Láka á eftir mér. Sem refsingu setti
hún mig á róðrarvélina….. hún sökk.

Dagur 5
Ég hata Tönyu meir en nokkur manneskja hefur
hatað aðra í allri mannkynssögunni.
Ef það væri einhver partur líkama míns sem
ekki væri stórþjáður myndi ég kýla hana með
honum. Hún hélt að það væri góð hugmynd að þjálfa upphandleggsvöðvana
mína. Ég er með fréttaskot til þín Tanya, ég er ekki með neina helvítis
upphandleggsvöðva. Og ef þú villt ekki fá beyglur í gólfið skaltu ekki
rétta mér neinar lyftistengur. Ég tek ekki ábyrgð á skaðanum sem gæti
orðið. ÞÚ fórst í sadistaskóla, það er ÞÉR að kenna. Göngubeltið henti
mér á einhvern vísindakennara, sem var helvíti vont. Af hverju gat það
ekki verið einhver mýkri, eins og tónmenntakennari eða
félagsvísindakennari?

Dagur 6
Fékk skilaboð Tönyu á símsvaranum mínum, vildi
vita hvar ég væri. Mig skorti styrkinn til þess
að nota fjarstýringuna svo ég horfði á Veðurrásina í
ellefu tíma óslitið.

Dagur 7
Jæja, þá er vikan búin. Guði sé lof að hún er búin.
Kannski gefur konan mín mér
eitthvað örlítið skemmtilegra næst, eins og
ókeypis tannborun hjá tannlækninum.