Klukk sem ég stal af síðunni hjá Nönnu: Fernt se…

Klukk sem ég stal af síðunni hjá Nönnu:

Fernt sem ég hef unnið við :

barnagæsla
fiskvinnsla
áfylling á grænmeti
lánafulltrúi

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft aftur á (og aftur) :

Gat ekki valið bara fjórar…

Parenthood
Chocolat
Kryddlegin hjörtu
The Princess bride
LOTR myndirnar

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég fíla :

LOST
Desperate housewifes
Threshold
Sex and the city

Fjórar bækur sem ég les oft :

Það eru nú ekki margar bækur sem ég les aftur og aftur en þó þessar….

Anna í Grænuhlíð
Ísfólkið
Með Mánasteina í vasanum (fyrir Kötlu)
Benedikt búálfur (fyrir Kötlu)

Fjórir staðir sem ég hef búið á :

Hvanneyrarbraut, Sigló
Suðurgata,Akranesi
Kambasel, Reykjavík
Krummahólar, Reykjavík

Fjórar síður sem ég kíki daglega á :

barnaland.is
ebay.com
sksiglo.is/lifid
og svo nokkrar bloggsíður

Fernt matarkyns sem ég held uppá :
eða á alltaf í ísskápnum:

kjúklingabringur
humar
fetaostur
bruður með smjöri og osti

Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna :

Róm
í kósý sumarbústað með heitum potti
Köben
Heima hjá mömmu og pabba

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum :

Sigló að sjálfsögðu
Hólmavík
Dublin
Kaupmannahöfn

Kynþokkafyllsta fólkið ( karlmenn ):

Johnny Depp
Adam Duritz
Viggo Mortensen
Josh Holloway
og svo að sjálfsögðu maðurinn minn:)

Koma svo allir að vera með:)

Auglýsingar

Vetrarborgin! Ég tók þessa mynd af svölunum hjá m…

Vetrarborgin! Ég tók þessa mynd af svölunum hjá mér núna áðan, það er sko greinilega kominn vetur í Reykjavík, ja allavega í nokkra daga, spurning hvað þessi snjór endist lengi:) Ég var líka að klára nýjustu bókina hans Arnaldar sem heitir einmitt þessu nafni. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum með hana, frekar en hinar bækurnar hans. Vel skrifuð og hélt mér algjörlega við efnið. Mér finnst líka svo skemmtilegt hvað maður er alltaf að kynnast þeim Erlendi, Sigurði Óla og Elínborgu betur og betur. Ég var svo að átta mig á því að það styttist í það að ég verði hálfnuð með fæðingarorlofið mitt, en litla snúllan mín varð 5 mánaða í gær! Ótrúlegt hvað tíminn flýgur, kemur mér alltaf jafn mikið á óvart:) Svo ekki sé minnst á það að Katla Dögg verður 6 ára eftir 10 daga. Ég var líka að hugsa um það hvað ég er búin að vera hrikalega léleg við það að fara út í göngutúra í þennan tíma sem ég hef verið heima. Man að ég fór út að labba með vagninn á nánast hverjum degi þegar Katla var lítil. Þarf að fara að reyna að vera duglegri við þetta, þarf svo innilega á hreyfingunni að halda! Af brúðkaupsundirbúningi er það að frétta að hann fer eingöngu fram á netinu ennþá..hehe…við erum alltof róleg í þessu held ég..þurfum allavega að fara að drífa í því að bóka prest, kirkju og finna stað fyrir veisluna. Þegar þetta er búið þá er fyrst hægt að fara að skipuleggja almennilega held ég. En ég bara ligg á netinu þessa dagana og brúðkaups-favorites listinn hjá mér er orðinn mjöööög langur!!! Það vantar ekki að þetta er mjög skemmtilegt en líka mjög tímafrekt, enginn vandi að týna sér á einhverjum kjólasíðum, spjallsíðum, kökusíðum og fleira og fleira…en þetta kemur vonandi allt hjá okkur:)

Það er brjálað rok og grenjandi rigning og ég veit…

Það er brjálað rok og grenjandi rigning og ég veit ekki betur en að öllum þrettándabrennum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið aflýst vegna veðurs, en það aftrar greinilega ekki fólki frá því að skjóta upp flugeldum! Sumir eru klikkaðri en aðrir segi ég nú bara, allavega þyrfti eitthvað mikið til þess að draga mig út í þetta veður! En svo að ég segi nú aðeins frá jólunum okkar þá áttum við mjög góð jól og áramót. Bjarni tengdó og Teddi voru hjá okkur á aðfangadagskvöld, gaman að hafa þá. Hekla Sif sofnaði rétt fyrir klukkan sex og vaknaði ekki fyrr en við vorum langt komin með að opna pakkana, sem btw tók ekkert stuttan tíma:) Katla var mjög spennt að sjálfsögðu og fékk að opna einn pakka fyrir matinn. Það reyndist vera munnharpa frá ömmu hennar (Dagmar) sem sló algjörlega í gegn. Hún var búin að vera að biðja um að fá munnhörpu í smátíma og nýtti hún hana óspart við mismikinn fögnuð okkar hinna:) En svona í stuttu máli þá var þetta bara yndislegt kvöld, góður matur, skemmtilegar gjafir og notalegheit. Svo á jóladag þá fórum við í mat til Bjarna, klassískt jóladagshangikjöt eins og undanfarin ár, mjög gott. Svo á annan í jólum þá vorum við með matarboð. Elduðum kalkún, sem heppnaðist vel, allavega kvartaði enginn yfir matnum:) Við brunuðum svo norður daginn eftir. Lögðum reyndar frekar seint af stað eða ekki fyrr en um hálffimleytið. Það var reyndar ágætt að því leyti að Hekla svaf nánast alla leiðina. Hún vaknaði ekki fyrr en við áttum ca. 10 mín akstur eftir, þannig að það þurfti nú ekki mikið að hafa fyrir henni. Við eyddum svo næstu dögum í dekri hjá mömmu og pabba, alltaf notalegt að komast í rólegheitin á Sigló:) Við, ásamt mömmu og pabba, Jóhönnu frænku, Rúnari og Elfari Árna vorum svo hjá Steina og Fanney á gamlárskvöld. Það var mjög gaman, fengum frábæran mat og vorum hjá þeim vel fram yfir miðnættið. Mér fannst skaupið í ár bara nokkuð gott. Mér fannst atriðið með Bubba best, en það var margt þarna gott og annað náttúrlega ekki eins gott eins og er alltaf. Við fórum svo heim 2. jan, Sæbi þurfti að mæta í vinnu 3. Svo er bara að demba sér í það á morgun að taka niður jólaskrautið!