Sá þetta á blogginu hennar Ingu Siggu, læt þetta vaða hér, endilega skrifið svör í kommentum:)
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?
Annars er allt gott að frétta af okkur. Erum búin að eiga aldeilis frábær jól, maturinn lukkaðist vel, góðar samverustundir með fólkinu okkar, fengum margar góðar gjafir (takk kærlega fyrir okkur allir) og bara uppfull af jólaanda, hvað er hægt að biðja um meira? Erum núna stödd í góðu yfirlæti á Sigló, alltaf notalegt, en ég skrifa meira um þetta allt saman þegar ég kem heim. Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!!!!!