Ég var að uppfæra "blinkie" safnið mitt sem er hér…

Ég var að uppfæra „blinkie“ safnið mitt sem er hérna hinumegin á síðunni, neðarlega. Veit ekki hvort að einhver skrollar einhverntíman svona langt niður. En allavega ef einhver vill kíkja þá er það þar. Ég var annars bara hrikalega dugleg í dag. Byrjaði á jólahreingerningunni, eiginlega alveg óvart. Það er einn skápur í eldhúsinu hjá mér þar sem ég geymi dósamat, bökunarvörur, sósur, súpur og þessháttar.
Ég hef ekki mikið verið að taka til í honum undanfarna mánuði eða jafnvel ár. Hef bara troðið og troðið í hann og hafði ekki hugmynd um það lengur hvað var þarna inni. Síðustu daga hef ég svo verið að kaupa spelt, heilhveiti, hveitiklíð og ýmislegt fleira af því að ég ætla að fara að vera svo dugleg að baka brauð. Þannig að mig vantaði pláss fyrir allt þetta dót. Ég réðist því á skápinn í dag og henti hvorki meira né minna en 3 fullum haldapokum af dóti, eins og t.d. cous-cousi sem rann út árið 2003, 5 pökkum af brauðraspi og fleiru misspennandi. Ég er allavega mjög fegin að vera búin að þessu og geta byrjað upp á nýtt að safna dóti í skápinn:)
Svo fékk ég skemmtilegar heimsóknir í dag, Erla, Orri og Bjarni Dagur kíktu, alltaf gaman að hitta þau. Svo komu Þóra og María sem eru að vinna með mér. Gaman að sjá þær og stelpurnar græddu heldur betur. Hekla Sif fékk æðisleg náttföt frá þeim og samfellu og Katla Dögg öskubuskubuddu. María á stelpu sem er nýorðin eins árs og hún kom með stóran poka af fötum sem stelpan hennar er vaxin upp úr handa Heklu. Ekkert smá æðislegt að fá svona, ég þarf sko ekki að kaupa föt á snúlluna á næstunni!
Katla á líka eina frænku sem er dugleg að láta hana fá föt af sér, þannig að við erum mjög heppin með þetta, munar heldur betur um að fá svona. Annars er ég bara að dúlla mér núna, báðar stelpurnar sofnaðar. Hver veit nema ég nái að horfa á Survivor til tilbreytingar, hef ekki enn náð að horfa á heilan þátt í þessari seríu:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: