Set hérna inn mynd af fínu aðventuskreytingunni m…

Set hérna inn mynd af fínu aðventuskreytingunni minni. Ég var farin að spá í hvernig krans ég ætti að gera þetta árið, en datt svo niður á þessa einföldu og sniðugu lausn (ég er farin að hljóma eins og Vala Matt) í Garðheimum.
Tók mig um það bil 5 mínútur að raða þessu saman og mér finnst þetta koma mjög vel út. Helgin var annars bara fín. Við Hekla skutluðum Kötlu á leiklistarnámskeiðið á laugardagsmorguninn. Komumst að því að þetta var næstsíðasti tíminn, næsta laugardag er semsagt síðasti tíminn og svo foreldrasýning á sunnudaginn. Við Hekla kíktum í mál og menningu á meðan og keyptum eina jólagjöf. Sóttum svo Kötlu og fórum upp í Hallgrímskirkju. Katla er búin að vera að biðja um að fá að fara upp í turninn alveg síðan í sumar, en það hefur einhvern vegin aldrei orðið neitt úr því.
Þetta var bara mjög skemmtilegt, ég hafði ekki farið upp í turninn í mörg ár og Kötlu fannst þetta mjög spennandi:) Við sóttum svo Sæba í vinnuna, fórum heim og byrjuðum að græja íbúðina fyrir málningarvinnuna. Bjarni kom og hjálpaði Sæba með fyrri umferðina á loftið og Sæbi tók svo seinni umferðina um kvöldið, þannig að það er búið að mála loftið hjá okkur. Við ætlum svo að klára að mála um næstu helgi, efast um að við höfum tíma fyrr en þá. Stína vinkona hringdi svo í mig, var óvænt stödd í bænum. Ég fór og sótti hana og hún borðaði hjá okkur kvöldmat. Svo í gær var jólaföndur í leikskólanum hjá Kötlu. Við mæðgurnar fórum þangað. Sæbi fór á krókinn með meistarflokknum þannig að hann komst því miður ekki með. Eftir föndrið fórum við og sóttum Stínu og fórum svo í Smáralind. Fengum okkur að borða á Pizza Hut og röltum svo aðeins um. En ég er að hugsa um að fara að róta í geymslunni og athuga hvort að ég finni ekki aðventuljósið, það er nú það minnsta sem ég gert, að skella því í gluggann. Langar þvílíkt að fara að skreyta meira en það tekur því nú ekki fyrr en það er búið að mála. Farin í geymsluna:)

Auglýsingar

Ég smitaðist af Ingu prófóðu:) You Belong in Rome…

Ég smitaðist af Ingu prófóðu:)

You Belong in Rome

You’re a big city girl with a small town heart
Which is why you’re attracted to the romance of Rome
Strolling down picture perfect streets, cappuccino in hand
And gorgeous Italian men – could life get any better?
What City Do You Belong In?

Take the Which Neighbour Are You? Quiz, hosted …Take the Which Neighbour Are You? Quiz, hosted by Neighbours: The Perfect Blend.

Hmmm….já, ég er víst Harold Bishop…verð bara að taka því, var allavega fegin að vera einhver sem ég kannast við úr þáttunum, hef svo lítið fylgst með þessum þáttum að undanförnu.

Ég var að uppfæra "blinkie" safnið mitt sem er hér…

Ég var að uppfæra „blinkie“ safnið mitt sem er hérna hinumegin á síðunni, neðarlega. Veit ekki hvort að einhver skrollar einhverntíman svona langt niður. En allavega ef einhver vill kíkja þá er það þar. Ég var annars bara hrikalega dugleg í dag. Byrjaði á jólahreingerningunni, eiginlega alveg óvart. Það er einn skápur í eldhúsinu hjá mér þar sem ég geymi dósamat, bökunarvörur, sósur, súpur og þessháttar.
Ég hef ekki mikið verið að taka til í honum undanfarna mánuði eða jafnvel ár. Hef bara troðið og troðið í hann og hafði ekki hugmynd um það lengur hvað var þarna inni. Síðustu daga hef ég svo verið að kaupa spelt, heilhveiti, hveitiklíð og ýmislegt fleira af því að ég ætla að fara að vera svo dugleg að baka brauð. Þannig að mig vantaði pláss fyrir allt þetta dót. Ég réðist því á skápinn í dag og henti hvorki meira né minna en 3 fullum haldapokum af dóti, eins og t.d. cous-cousi sem rann út árið 2003, 5 pökkum af brauðraspi og fleiru misspennandi. Ég er allavega mjög fegin að vera búin að þessu og geta byrjað upp á nýtt að safna dóti í skápinn:)
Svo fékk ég skemmtilegar heimsóknir í dag, Erla, Orri og Bjarni Dagur kíktu, alltaf gaman að hitta þau. Svo komu Þóra og María sem eru að vinna með mér. Gaman að sjá þær og stelpurnar græddu heldur betur. Hekla Sif fékk æðisleg náttföt frá þeim og samfellu og Katla Dögg öskubuskubuddu. María á stelpu sem er nýorðin eins árs og hún kom með stóran poka af fötum sem stelpan hennar er vaxin upp úr handa Heklu. Ekkert smá æðislegt að fá svona, ég þarf sko ekki að kaupa föt á snúlluna á næstunni!
Katla á líka eina frænku sem er dugleg að láta hana fá föt af sér, þannig að við erum mjög heppin með þetta, munar heldur betur um að fá svona. Annars er ég bara að dúlla mér núna, báðar stelpurnar sofnaðar. Hver veit nema ég nái að horfa á Survivor til tilbreytingar, hef ekki enn náð að horfa á heilan þátt í þessari seríu:)

Ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að blogga að…

Ég hef ekki haft mikinn tíma til þess að blogga að undanförnu, ætla að reyna að bæta aðeins úr núna. Var önnum kafin við að undirbúa skírnina hennar Heklu Sifjar sem var núna á sunnudaginn. Þetta tókst alltsaman mjög vel. Athöfnin var í Friðrikskapellu og sr. Vigfús Þór Árnason skírði. Okkur þótti gaman að fá hann til þess að skíra dömuna vegna þess að hann skírði mig og einnig Kötlu Dögg. Svo er hann líka bara sérlega almennilegur og skemmtilegur prestur. Sem dæmi um það þá var Hekla nú ekkert alltof sátt á meðan á athöfninni stóð (ég segi í gríni að hún eigi örugglega eftir að segja sig úr þjóðkirkjunni við fyrsta tækifæri, svo ósátt var hún) en hann var ekkert að stressa sig á hlutunum þó svo að hann ætti að vera mættur annarsstaðar strax á eftir okkar athöfn. Það kom líka í ljós að hann er mikill valsari sem spillti nú ekki fyrir:) Veislan var svo hérna heima strax á eftir og tókst mjög vel. Alltaf gaman og notalegt þegar fjölskyldan kemur saman. Veitingarnar voru líka mjög vel heppnaðar fannst mér. Við fengum líka ómetanlega hjálp við undirbúninginn frá mömmu og pabba. Daman fékk svo margar fallegar gjafir, takk kærlega fyrir okkur:) Núna þegar einni athöfn er lokið þá er ég farin að hugsa um þá næstu, en við skötuhjúin erum að hugsa um að gifta okkur næsta sumar. Erum ekki alveg búin að ákveða stað og stund en stefnan er sett á júlí eða ágúst. Ég er alveg á kafi í því að skoða kjóla núna. Er búin að ákveða að kjóllinn á að vera í keltneskum eða miðaldastíl eða einhverstaðar mitt á milli:) Ég er alveg veik fyrir kjólum í þessum stíl og er búin að vera að skoða á netinu. Er reyndar búin að finna draumakjólinn en hann kostar 1200 pund sem mér reiknast til að séu um það bil 130.000 kr. , sem er „aðeins“ meira en það sem ég hafði hugsað mér að eyða í kjólinn. Ég er samt farin að hallast að því að kaupa frekar kjól heldur en að leigja. Ég hef nefnilega heyrt að það kosti á bilinu 20-40 þúsund að leigja kjól, en það er hægt að kaupa og jafnvel sérsaumaðan á netinu fyrir sama pening. En ég á eftir að skoða þetta alltsaman betur. Í þessari leit minni á netinu rakst ég m.a. á myndir af brúðhjónum sem giftu sig við Stonehenge, ég hefði nú ekkert á móti því, þetta var líka alveg hrikalega flott hjá þeim, brúðhjónin voru einmitt klædd í keltneskum stíl, bæði í skikkjum og bara mjög flott allt saman. Ég veit samt að Sæbi myndi ekki samþykkja svona brúðkaup:) En það verður bara að fara milliveginn og samningaleiðina. En það er nægur tími til stefnu ennþá og mjög gaman að spá í hvernig við viljum hafa þetta. Aðrar fréttir af okkur eru þær að Kötlu gengur mjög vel í körfuboltanum. Það er svo gaman að fylgjast með því hvað henni hefur farið fram. Hún er 2-3 árum yngri en hinar stelpurnar og var því getulega séð frekar mikið á eftir, enda þær allar búnar að æfa lengur en hún. Hún hitti t.d. ekki í körfurnar og var yfirleitt frekar langt frá því, náði ekki að kasta nógu hátt. En svo var eins og það kviknaði ljós hjá henni á einni æfingunni og allt í einu fór hún að ná þessu, er núna alveg farin að hitta og er að bæta sig mjög mikið. Það besta er hvað hún hefur gaman af þessu. Hún er mjög spennt núna því að næsta þriðjudag verður þemaæfing hjá þeim þar sem þær eiga allar að mæta með hatt og svo verður pizzapartý á eftir. Verður örugglega gaman hjá þeim.