Jæja, þá er haustið komið, síðustu dagar hafa einm…

Jæja, þá er haustið komið, síðustu dagar hafa einmitt verið svona fallegir haustdagar, kalt og ferskt loft þegar maður kemur út á morgnana og svo hlýnar þegar líður á daginn og sólin fer að skína. Eins og ég hef skrifað um hérna áður þá hellist alltaf yfir mig svona ákveðinn „haustfílingur“ á þessum tíma. Mig fer að langa til þess að elda matarmiklar súpur og djúsí pott- og ofnrétti. Við nokkrar vinkonur stofnuðum uppskrifta-bloggsíðu um daginn: Matargatið ég held að þessi síða geti átt eftir að verða skemmtilegt uppskriftasafn sem þægilegt verður að grípa til. Uppskriftirnar mínar eru nefnilega mjög svo óskipulagðar, eitthvað er reyndar í tölvunni, en annars er þetta svona hingað og þangað í bókum og á litlum miðum sem vilja týnast. Þannig að ég held að þetta sé ágætist leið til þess að geyma uppskriftir. Svo langar mig líka til þess að fara á eitthvað skemmtilegt námskeið, eins og ég hef gert undanfarin tvö ár. Þarf að fara að skoða hvað ég finn. Er bara búin að sjá eitt sem mig langar að fara á og það er kertagerð, held að það geti verið mjög skemmtilegt, en það er eflaust eitthvað fleira spennandi í boði. Katla Dögg byrjaði á sundæfingum um daginn, hún fór á tvö námskeið hjá Ægi í vetur og vor og hafði mjög svo gaman og gott af því. Þá voru tvær vinkonur hennar af leikskólanum á sömu námskeiðum, mjög skemmtilegt. Svo ákváðum við að leyfa henni að halda áfram núna, og hún fluttist þá yfir í eldri hóp. Þetta fannst henni ekki jafn skemmtilegt, skiljanlega af því að það vantaði vinkonurnar, en okkur fannst þetta líka frekar stórt stökk úr námskeiðinu sem hún var á síðast. Þetta eru meira svona alvöru sundæfingar og henni leist ekki nógu vel á þetta. Við ákváðum því láta hana hætta, ekki sniðugt að hún sé í þessu ef hún hefur ekki nógu gaman af því. Hún er byrjuð að æfa körfubolta með Haukum í staðinn, fór á fyrstu æfinguna á þriðjudaginn og fannst mjög gaman, fer aftur á morgun. Eini gallinn er að það er svolítið langt að fara í Hafnarfjörðinn, miðað við sundið sem er hérna í Breiðholtslaug, en maður lætur sig hafa það. Svo skráðum við hana líka á leiklistarnámskeið í Kramhúsinu, þannig að það verður nóg að gera hjá henni í vetur. Hekla Sif kom með á fyrstu körfuboltaæfinguna, svaf allan tímann:) Hún lætur nú ekki hafa mikið fyrir sér blessunin, drekkur og sefur vel, algjört yndi. Katla er alveg að finna sig í stóru systur hlutverkinu, vill mikið vera með hana, stundum of mikið, en er mjög góð við hana. Hún var reyndar ekki alveg sátt í gærkvöldi þegar Hekla Sif truflaði okkur við lesturinn fyrir svefninn, en fyrirgaf henni það samt fljótlega:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: