Jæja, best að blogga smá, ekki gott að segja hvenæ…

Jæja, best að blogga smá, ekki gott að segja hvenær ég hef tíma til þess næst:) Það er semsagt áætlaður komutími krílisins á morgun, en það lítur ekki út fyrir að það hafi hugsað sér að koma af sjálfsdáðum. Þessvegna er búið að bóka mig í keisaraskurð á mánudagsmorguninn. Mér var semsagt gefinn séns til að klára 40 vikna meðgöngu, en má ekki ganga með yfir tímann vegna sykursýkinnar. Við erum bara sátt við þetta, ég á jú einn keisara að baki og veit nokkurn vegin að hverju ég geng.
Ég held að vísu að það töluvert öðruvísi að fara í fyrirfram ákveðinn keisara en bráðakeisara eins og þegar Katla Dögg fæddist. Þetta verður væntanlega allt miklu afslappaðra. Við fórum í viðtal upp á sængurkvennadeild í gær, hittum þar virkilega indæla ljósmóður sem útskýrði fyrir okkur hvernig þetta kemur til með að ganga fyrir sig á mánudaginn og sýndi okkur deildina. Það fyndna var að Sæbi minntist á það við mig að honum fannst hann kannast svo við hana, ég gerði það hinsvegar ekki. En svo spurði hún okkur hvort að það gæti verið að hún hefði verið með okkur þegar Katla fæddist, gluggaði svo í skýrsluna mína og jú, það kom í ljós að hún hafði verið með okkur á morgunvaktinni þá, en Katla fæddist hinsvegar ekki fyrr en um kvöldið. Okkur fannst fyndið að hún skyldi muna eftir okkur, það eru jú 5 ár síðan:) Við erum kannski bara svona skrítin:) Svo hittum við svæfingarlækni sem útskýrði mænudeyfinguna fyrir okkur og spurði ýmissa spurninga um heilsufar mitt, okkur leið á tímabili eins og við værum að svara hraðaspurningum í gettu betur:) En hann var líka mjög indæll. Svo eigum við að mæta upp á deild á mánudaginn kl 7:15, eins gott að fara snemma að sofa á sunnudagskvöldið, ég reyndar efast um að ég eigi eftir að sofa mikið þá nótt, verður örugglega svo mikill spenningur og stress í gangi. Skrítið að hugsa til þess að einhverntíma fyrir hádegi á mánudag verðum við orðin fjögurra manna fjölskylda:) Ég er fegin að meðgangan er senn á enda, en á sama tíma hefur þetta líka verið yndislegur tími, ég hef verið hress og liðið vel, þannig að það er líka smá söknuður sem fylgir. Ég hlakka mest til að koma heim með krílið, kvíði svolítið fyrstu dögunum og sængurlegunni, en þetta gengur vonandi allt vel og verður fljótt að líða.

Auglýsingar