Helgin var aldeilis fín. Við fórum í smá búðarlei…

Helgin var aldeilis fín. Við fórum í smá búðarleiðangur á laugardaginn. Kíktum í smáralindina og keyptum smá verðlaun handa Kötlu af því að hún er búin að vera svo dugleg að sofa í sínu rúmi að undanförnu. Hún kom nefnilega alltaf uppí til okkar á hverri einustu nóttu, þannig að það var frekar þröngt um okkur. Við vorum búin að reyna áður að hafa verðlaunakerfi fyrir hana, þá fékk hún límmiða fyrir hverja nótt sem hún svaf í rúminu sínu og fékk svo verðlaun þegar hún var komin með 5 eða 10 límmiða. Það virkaði ekki alveg nógu vel því að um leið og hún var búin að fá verðlaunin þá fór hún aftur að koma uppí:) Um daginn sá hún þessa fínu prinsessuvekjaraklukku í Hagkaup sem hana langaði mikið í. Hún fékk að kaupa hana með því skilyrði að hún myndi þá sofa í sínu rúmi svo að hún gæti vaknað við vekjaraklukkuna sína. Þetta hefur gengið svona glimrandi vel, 7, 9, 13. Hún hefur ekki komið uppí síðan og svo vaknar hún sjálf við vekjaraklukkuna, þannig að við þurfum ekki einu sinni að standa í því að vekja hana á morgnana, sem var nú ekki alltaf auðvelt:) Hún er bara alveg ótrúlega dugleg og fékk þessvegna að velja sér dót í verðlaun. Eftir smáralindina þá sóttum við Sóley og kíktum með henni í Tæknival þar sem við versluðum okkur eitt stykki prentara og mús. Fórum svo í Blómaval og röltum þar aðeins um. Svo í gær þá fórum við og Sóley í bæinn í tilefni að sjómannadeginum. Katla fór í hoppukastala og við skoðuðum fiskana sem voru til sýnis, röltum í gegnum kolaportið og hittum svo Tedda sem var eitthvað að björgunarsveitast. Við tókum því svo bara rólega þegar við komum heim í gær og horfðum á Back to the future 2, alltaf jafn skemmtilegar þessar myndir. Var frekar skondið þar sem átti að vera árið 2015 með fljúgandi bílum, mini matur sem stækkaði í sérstökum ofni, sjálfreimandi skór ofl. hehe…sé ekki alveg fyrir mér að þetta verði svona eftir 10 ár:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: