Þessi dagur byrjaði nú bara mjög vel. Ég byrjaði …

Þessi dagur byrjaði nú bara mjög vel. Ég byrjaði á því að fara í sónar, var svo heppin að fá þetta fína stæði. Það vita þeir sem til þekkja að það jafngildir því að vinna í lottóinu að fá stæði hjá lansanum. Sónarinn gekk vel, það var verið að athuga stærðina á krílinu. Það er orðið 1.300 gr., sem er víst bara meðalstærð. Magn legvatnsins var líka alveg eðlilegt. Gott að heyra að allt lítur vel og alltaf gaman að sjá krílið:) Bumban heldur áfram að mælast stór, ég er núna komin 28 vikur, og bumban mældist 32 cm í morgun. Ég fór semsagt í mæðraskoðun eftir sónarinn, það gekk allt saman vel, nema það mældist sykur í þvaginu, var reyndar nýbúin að borða þannig að það gæti verið skýringin. Svo þurfti ég að bíða eftir að hitta lækninn, ég er nú orðin vön þessari bið og hætt að kippa mér upp við hana, tek bara með mér bók og hef það gott. Kláraði „Hitchikers guide to the galaxy“ á meðan ég beið (ég þurfti reyndar ekki að bíða svo lengi að ég læsi alla bókina, var byrjuð á henni áður) og ætla svo að skella mér á myndina í kvöld. Svo þegar ég var búin í skoðuninni þá fór bíldruslan ekki í gang, grrrr, þannig að ég hringdi í Sæba og hann kom og bjargaði mér, sýndi mér svo hvað á að gera til að koma druslunni aftur í gang, þannig að vonandi get ég reddað mér ef þetta kemur fyrir aftur. Er sko orðin ýmsu vön í sambandi við þennan bíl. Við þurftum svo aðeins að stússast í hádeginu þannig að ég mætti ekki í vinnuna fyrr en hálfeitt, þurfti svo að fara aftur um hálftvö til að fara með Kötlu til læknis. Mætti svo reyndar aftur eftir það, þannig að ég var samtals í ca 2 og hálfan tíma í vinnunni í dag, geri aðrir betur. En ég ætla að hætta þessu í bili og fara að fá mér eitthvað að borða áður en ég fer í bíó.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: