Jæja, hvað er eiginlega í gangi hérna, hef ekki ne…

Jæja, hvað er eiginlega í gangi hérna, hef ekki nennt að skrifa neitt af viti nýlega, þvílík leti í gangi:) Það helsta í fréttum er að það bættist lítill kútur í fjölskylduna 22. feb, við fórum og kíktum á hann á laugardagskvöldið. Katla var mjög spennt og valdi persónulega bangsa til að gefa honum úr sínu eigin bangsasafni:)
Mjög sætt hjá henni:) Drengurinn er að sjálfsögðu algjört krútt, alltaf gaman að fá að máta svona nýfædd kríli:) Katla fékk að prófa að halda á honum og var mjög ánægð og stolt með það. Svo á sunnudeginum þá fórum við á sundsýningu hjá Kötlu, sunnámskeiðið sem hún hefur verið á er að enda og það var sýning fyrir foreldrana, mjög skemmtilegt, hún stóð sig mjög vel, gaman að sjá hvað hún hefur lært mikið á námskeiðinu. Við skráðum hana svo á áframhaldandi námskeið, þannig að hún verður 8 vikur í viðbót. Svo er hún boðin út að borða á morgun með vinkonu sinni sem á afmæli þá, nóg að gera í félagslífinu hjá minni:) Annars er bara allt gott að frétta af okkur, ég er svo ánægð með að það virðist aðeins vera farið að vora, þó að það væri kalt í morgun þá er farið að vera svo miklu bjartara og maður finnur að veturinn er að verða búinn. Ég er farin að hlakka til sumarsins, get ekki beðið eftir góða veðrinu, grillmat og tilheyrandi:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: