Ég hélt satt að segja að ég væri skrítnari en niðu…

Ég hélt satt að segja að ég væri skrítnari en niðurstöðurnar úr þessu prófi benda til, en hér semsagt niðustaðan:What is your weird quotient? Click to find out!

Auglýsingar

Ég er að fara í sund á eftir…get ekki sagt að ég…

Ég er að fara í sund á eftir…get ekki sagt að ég hlakki til í kuldanum…brrr…en Katla er á sundnámskeiði hjá Ægi og ég var búin að lofa henni að ég færi að synda í dag á meðan hún er á námskeiðinu…svo að við gætum skroppið saman í útilaugina í smástund þegar tíminn hennar er búinn. Ég verð víst að standa við gefið loforð:) Hef að sjálfsögðu bara gott af því að synda smá. Væri flott ef ég skellti mér alltaf í laugina á meðan hún er á námskeiðinu, það er nefnilega tvisvar í viku, þannig að það væri fín hreyfing fyrir mig. Ég er greinilega á einhverju draumatímabili núna..mig hefur dreymt vægast sagt undarlega drauma síðustu nætur…ja nema síðastliðna nótt..þá dreymdi mig að ég væri að versla í Bónus..spennandi eða þannig…það hefur ef til vill einhverja djúpa merkingu að dreyma bleikan grís, flatkökur og hangikjöt…hver veit..ég ætti kannski að verða mér úti um draumaráðningarbók…..

Gleðilegt ár!!! Kominn tími til að fara að bæta e…

Gleðilegt ár!!! Kominn tími til að fara að bæta einhverju inn á þessa síðu:) Við áttum frábær jól og áramót. Höfum haft það mjög gott fyrir utan það að ég byrja nýja árið með einhverri leiðinda flensu. Fór reyndar í vinnuna í gær en kom heim í hádeginu og er svo heima í dag. Finnst ég nú vera eitthvað aðeins að hressast þannig að ég get vonandi mætt á morgun. En í gær þegar ég var nýkomin heim úr vinnunni og lá í sófanum ferlega mygluð, þá hringir síminn og það er spurt „Er Bolli heima? Ég sagði náttúrlega nei..en kveikti samt eiginlega strax á perunni..því að svo kom..en undirskál? Hahaha…greinilega ennþá sömu brandararnir í gangi og þegar ég var að gera símaat á sínum tíma..hefði nú haldið að það væru einhverjir aðrir frasar í gangi í dag..en nei nei, þetta er greinilega bara klassískt:)