Hmm….ekki byrjaði þessi dagur nú vel:( Í fyrsta…

Hmm….ekki byrjaði þessi dagur nú vel:( Í fyrsta lagi er „elsku“ litli runóinn bilaður eina ferðina enn! Hann hefur sko verið leiðinlegur í gang öðru hvoru að undanförnu en það hefur virkað að hrista lykilinn aðeins til og þá hefur hann farið í gang..en nei, nú virkar það ekki lengur. Best að byrja á byrjuninni….sko þegar við ætluðum að fara að sækja Kötlu á laugardaginn (hún gisti hjá afa sínum) þá fór druslan ekki í gang….við héldum að við vissum hvað væri að þannig að Sæbi fór í það að hringja í partasölur og tókst á endanum að finna eina sem var opin og átti til varahlutinn sem okkur vantaði.

Tengdó og Bjarni, bróðir hans Sæba skutluðust og keyptu þetta fyrir okkur, en svo þegar búið að var að skipta um þetta…þá var það að sjálfsögðu ekki þetta sem var að. Tengdó fann samt út hvað vandamálið er…sambandsleysi í einhverjum vírum í svissinum og núna semsagt þegar bíllinn fer ekki í gang þá þarf maður að toga út einhverja víra og hræra eitthvað í þeim (örugglega stórhættulegt) og ef maður er heppinn þá gerist eitthvað en ég var semsagt ekki heppin í morgun (nema ég hafi verið klaufi) og gat engan vegin komið druslunni i gang. Þannig að Sæbi þurfti að koma heim úr vinnunni (fékk far með vinnufélaga sínum) og koma bílnum í gang fyrir mig. Núna krossa ég bara putta að ég komist heim úr vinnunni í dag, en Teddi (hinn bróðir hans Sæba) ætlar að reyna að kíkja á þetta fyrir okkur í kvöld, þannig að vonandi kemst þetta í lag fljótlega.

Ég er bara orðin svo innilega þreytt á þessum bíl, það er sko alveg á hreinu að þetta er sá mesti mánudagsbíll sem um getur..nema það séu álög á honum…er farin að halda það líka…það hefur nefnilega eiginlega allt bilað í honum sem mögulega getur bilað….ókey..kannski smá ýkjur…en hann hefur samt bilað grunsamlega oft á þeim hvað…3 árum sennilega sem við höfum átt hann. Svo til að kóróna allt saman, þá asnaðist ég til að setja á mig húfu í morgun…og afleiðingarnar af því eru þær að núna á ég vægast sagt slæman hárdag!!! En ég er hætt að kvarta í bili og vona bara að þessi dagur líði hratt.

Auglýsingar

Það eru hvað…*hugs*..17 dagar til jóla í dag..vá…

Það eru hvað…*hugs*..17 dagar til jóla í dag..vá hvað desember er fljótur að líða!

Við erum bara á fínu róli í jólaundirbúningnum….erum að verða búin að kaupa jólagjafirnar, stefnum á að gera smá jólahreingerningu um næstu helgi og erum búin að skreyta smá…þannig að þetta er allt að koma:) Ég hef verið að bíða eftir að heyra eitt af uppáhalds íslensku jólalögunum mínum í útvarpinu…nefnilega hann Svenna sænska..“ég fer alltaf yfir um jólin á krítarkortinu……á Gauknum var mikill glaumur og gleði, ég gekk inn í hópinn og blandaði geði….ég kyssi alltaf tengdó að jólanna sið..en restina af árinu við tölumst ekki við…þetta svona um það bil það sem ég man úr textanum:)

Ég hef ekki heyrt það ennþá og í örvæntingu minni hlusta ég á ekkert annað en jólastjörnuna 94.3 frá og með deginum í dag þangað til ég heyri svenna….þó að ég þurfi að þola misskemmtileg íslensk jólalög og Sigurð Pétur þá læt ég mig hafa það..allt fyrir Svenna:) Það hlýtur að fara að koma að þessu.