Ég fór á Á næstu grösum í hádeginu og fékk mér rét…

Ég fór á Á næstu grösum í hádeginu og fékk mér rétt dagsins sem var gratinerað blómkál með grænum pipar, borið fram með fylltri papriku, hrísgrjónum með ítalskri sósu og fersku salati. Mmmm…hvað þetta var gott! Ég vildi að ég kynni að elda svona góða grænmetisrétti. Ég hef farið þarna einu sinni áður og þá fékk ég mér líka rétt dagsins sem var þá baunaréttur með rótargrænmetissalati, sá réttur var líka mjööög góður. Það er líka boðið upp á marga aðra rétti eins og t.d. grænmetislasagne, grænmetisbuff ofl, allt þvílíkt girnilegt. Svo spillir að sjálfsögðu ekki fyrir að þetta er bráðhollt allt saman:) Ég mæli allavega með þessum stað.

Ég er komin í þvílíkt jólaskap, við ætlum að byrja að skreyta hjá okkur um helgina, allavega setja seríur í glugga og svona eitthvað að byrja. Ég get varla beðið. Katla fékk súkkulaðidagatal frá Georg vini hennar í Íslandsbanka. Ég fór og sótti það fyrir hana í gær og hún er farin að telja dagana þangað til hún má byrja að opna, frekar skondið, að telja niður dagana þangað til hún fær að byrja að telja niður dagana til jóla með dagatalinu:)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: