Kominn mánudagur eina ferðina enn…en það er víst…

Kominn mánudagur eina ferðina enn…en það er víst óhjákvæmilegt, hann fylgir jú alltaf á eftir helginni:)…sem var reyndar mjög skemmtileg. Ég var svo heppin að vinna miða fyrir 2 á tónleikana „stóra stundin okkar“ sem voru í Smáralind um helgina (og verða líka næstu helgi) og geisladisk, algjör heppnisgrís bara, hringdi inn á Létt 96.7 og datt inn á réttum tíma. En allavega, við Katla fórum á tónleikana á laugardeginum, Sæbi var að keppa og við bíllausar en Sóley sótti okkur og skutlaði okkur í Smáralindina (takk:)).

Þetta voru bara hinir fínustu tónleikar, Katla skemmti sér allavega mjög vel:) Þarna voru t.d. Jónsi, Selma Björns, Birgitta Haukdal, Nylon, Felix Bergsson, Jón Sigurðs, ofl.

Og allir sungu þekkt barnalög. Var frekar fyndið þegar Birgitta Haukdal var að syngja, hún var í einhverjum svaka prinsessukjól og með kórónu og allar litlu stelpunar þyrptust upp að sviðinu til þess að taka myndir af henni, ég er fegin að Katla er ekki komin í þennan gír ennþá:) Já, ég var næstum búin að gleyma því að Birta og Bárður voru kynnar og tóku líka nokkur lög, Kötlu fannst þau reyndar langskemmtilegust. Við röltum svo bara yfir til tengdó þegar tónleikarnir voru búnir. Þar voru Bjarni, Erla og Orri og þau buðu okkur í mat, þannig að við fórum fljótlega til þeirra. Fengum svooo góðar pizzur, eina með humri og hvítlauk (as seen in innlit-útlit:), hún var ofsalega góð. Gaman að prófa eitthvað nýtt. Sóley var líka boðin í mat og við spiluðum svo partý og co eftir matinn.

Var mjög skemmtilegt, eins og alltaf þegar við hittumst.

Þessa vikuna er svo opið hús í leikskólanum hjá Kötlu og ég kíkti þangað í morgun.

Tíminn sem ég skráði mig í var tónlistar- og tölvutími en það breyttist aðeins vegna rafmagnsleysis. En börnin fengu að leika sér með einingakubba í staðinn, það var mjög gaman að fylgjast með þeim, allir fóru strax og sóttu sér kubba og byrjuðu að byggja, vantaði sko ekki hugmyndaflugið hjá þeim. Gaman líka að sjá hvað þau byggðu ólíka hluti.

Svo fóru börnin sem þulu sem þau hafa verið að æfa fyrir dag íslenskrar tungu (sem er á morgun) en þá munu þau fara með þuluna í salnum fyrir hina krakkana. Eftir þetta var útitími og ég fór aðeins út með Kötlu, entist nú ekki lengi í kuldanum..tærnar voru um það bil að detta af mér þegar ég fór. En þetta var mjög skemmtilegt, gaman að fá tækifæri til að sjá smá brot af því sem hún er að gera í leikskólanum:)

Færðu inn athugasemd